Skip to content
IMG_1955

Melaskóli tekur þátt Í tilraunaverkefni sem miðar að því að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna inn í allt skóla- og frístundastarf.  Verkefnið kallast Réttindaskóli og Réttindafrístund UNICEF og er alþjóðlegt vottunarverkefni sem hefur síðastliðinn áratug verið innleitt með góðum árangri í þúsundum skóla um allan heim.  Skólar, frístundaheimili og félagsmiðstöðvar sem taka þátt í verkefninu geta öðlast viðurkenningu frá UNICEF á Íslandi sem Réttindaskólar og Réttindafrístund.

Í Barnasáttmálanum er sagt frá réttindum allra barna. Öll börn í heiminum eiga rétt á því að vera vernduð. Öll börn í heiminum eiga rétt á umhyggju. Þau eiga rétt á því að vera í skóla og að leika sér og öll börn eiga líka rétt á að segja það sem þeim finnst. Eftir því sem börn eldast og þroskast aukast réttindi þeirra og það á að taka meira tillit til skoðana þeirra.

Meira um verkefnið hér: https://unicef.is/rettindaskoli

IMG_1953