Skip to content

Melaskóli hlaut viðurkenningu sem réttindaskóla Unicef árið 2019 og verður sú viðurkenning endurnýjað haustið 2022.

Markmið Réttindaskóla er að byggja upp lýðræðislegt umhverfi með því að rækta með markvissum hætti þekkingu, leikni og viðhorf sem hjálpa börnum að vera gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í nútímasamfélagi. Með þetta að markmiði eru grunnforsendur Barnasáttmálans útgangspunktur fyrir allar ákvarðanir í skóla- og frístundastarfi auk þess sem þær endurspeglast í samskiptum barna, ungmenna, kennara, frístundaráðgjafa og annara starfsmanna.

Í 12.grein Barnasáttmálans segir að öll börn eiga rétt á að taka þátt og hafa áhrif á málum er varða þau með einum og öðrum hætti. Með Réttindaráði gefum við nemendum skólans tækifæri að hafa áhrif  á allt skólastarfið, segja sína skoðanir og að raddir barna heyrast.

Í Réttindaráði Melaskóla sitja tveir nemendur og tveir varmenn  úr 2-7 bekk ásamt verkefnastjóra verkefnisins, fulltrúa foreldra og aðilum frá Selinu og Frostheimum.  Fundað er að jafnaði tvisvar í mánuði.

Hér má lesa nánar um Réttindaskóla Unicef.

IMG_1953