Skip to content

4. og 5. fundur 2019-20

Nemendaráðsfundir 30. og 31. janúar 2019

Mættir: Fulltrúar allra bekkja og Björgvin skólastjóri á seinni fundi. Helstu mál:

  1. Erindi frá „grænu skrefunum“ og starfsfólki í matsal. Fyrir kemur að nestisbörn skilja eftir umbúðir í matsal sem þeir eiga að taka með sér heim eins og aðrar nestisumbúðir. Niðurstaða sú að fulltrúar í nemendaráði fari í bekki og minni krakkana á þessar umgengnisvenjur.
  2. Rætt um erindi til skólaráðs og þann farveg sem verður að finna. Verð á póstkössum kannað og eins rætt um hugmynd að smíða póstkassa og fá SBT í lið með nemendaráðsfulltrúum varðandi það. Það þarf að fá flottan kassa og kynna hann vel og einnig að hanna form sem sé aðgengilegt nemendum og nýtist til að senda ráðinu erindi. Þetta myndi þá líka ná til skólaráðsins. Kassinn verður að vera læstur og nemendaráðsfulltrúar sjá svo um að skoða erindi á fundum.
  3. Öskudagurinn. Ánægja með ríkjandi fyrirkomulag en hugmynd um að færa marseringu upp í sal og nýta ljósin góðu en hafa myndatöku annars staðar.
  4. Ekki hefur tekist sem skyldi að koma af stað umræðu um hvað hægt sé að gera til að bæta námsaðstöðu í Melaskóla. Þetta er auðvitað mjög flókið þar sem húsnæðið setur þröngar skorður.