Skip to content

3. fundur 2019-20

Nemendaráðsfundur 22. nóvember

Mætt: Inga Ásta, Elísabet Friðrika, Egill, Elías, Jóhanna, Heiðar, Patrik, Atli, Einar, Elísabet

  1. Sætaskipan í matsal. Búið að breyta tilhögun í sumum bekkjum en öðrum ekki. Telja breytingarnar hafa gengið ágætlega en kannski er bara best að hver og einn bekkur taki ákvörðun í málinu. Enn er talað um hvort ekki sé mögulegt að fá pipar og salt sem krakkarnir geti gengið í en annars virðist ágæt sátt um matarmálin.
  2. Hvernig er hægt að virkja nemendur Melaskóla í að koma með hugmyndir varðandi skólann, byggingarnar, lóðina og hvaðeina? Ákveðið að hanna og kynna hugmyndablað sem væri í öllum bekkjum og kennarar gætu ljósritað ef nemendur vilja koma ábendingum og hugmyndum á framfæri. Á þessi blöð skrá nemendur hugmyndir sínar og útskýra þær í máli og/eða teikningum. Þessum hugmyndablöðum geta nemendur svo skilað í póstkassa eða pósthólf nemendaráðs. Stefnt er að því að reyna að fá leyfi skólastjórnenda til að kaupa/smíða og setja upp alvöru póstkassa sem yrði svo festur upp á hentugum stað. Áður hefur verið reynt að hafa póstkassa í öllum stofum en það gekk misvel og líklega var ekki lagt nægilega mikið upp úr að í þá ættu að fara „alvöru“ hugmyndir. Ákveðið að fulltrúar skiptu með sér verkum. Sumir vinna að því að hanna hugmyndablaðið og aðrir leita leiða til að koma póstkassanum upp. Þá ætla fulltrúar að ganga í stofur og minna á „jóló“-daginn þegar nær dregur.