2. fundur, 2018-2019
Fundur í skólaráði 30. janúar 2019
Mættir voru: Helga Pálmadóttir, starfandi skólastjóri, Margrét Berndsen og Hulda Guðrún Gunnarsdóttir fulltrúar kennara, Halldór Einarsson fulltrúi starfsmanna, Ína Eyþórsdóttir og María Rán Guðjónsdóttir sem fulltrúar foreldra, fulltrúar nemenda: Dýrleif Lára Gunnarsdóttir, Thelma Gunnarsdóttir, Flóki Hákonarson og Hrafnhildur Eiríksdóttir og Heimir Örn Herbertsson formaður foreldrafélags Melaskóla er áheyrnarfulltrúi.
- Jafnréttisáætlun Melaskóla
Helga fór yfir áætlun og dró fram helstu atriði. Fundur samþykkti áætlun.
- Verklagsreglur Melaskóla um líkamlegt inngrip vegna ofbeldis og/eða ógnandi hegðunar. Farið yfir og samþykkt.
- Skýrsla um þarfagreiningu á húsnæði Melaskóla frá Reykjavíkurborg. Heimir, einn af nefndarmönnum í húsnæðisnefnd Melaskóla, fer yfir ferlið sem síðan leiddi til þess að farið var í þarfagreiningu. Að mati húsnæðisnefndar felur skýrslan í sér að þörf Melaskóla fyrir viðbyggingu, vegna aðstöðu nemenda og starfsmanna, sé viðurkennd. Tillögur að hugmyndum eru settar fram í skýrslunni og hún er skref í rétta átt en málið enn ekki komið í höfn. Fundurinn samþykkti að senda ályktun á skóla- og frístundasvið vegna málsins.
- Næstu fundir skólaráðs ákveðnir:
- febrúar
- mars
- maí, opinn fundur
- Önnur mál: Fyrirspurn hvort vitað sé hvenær skólastjóri snúi aftur úr veikindaleyfi. Ekki annað vitað en að hann komi 1. mars.
Anna Guðmundsdóttir ritaði fundargerð.