Skip to content

2. fundur, 2018-2019

Fundur í skólaráði 30. janúar 2019

Mættir voru:  Helga Pálmadóttir, starfandi skólastjóri, Margrét Berndsen og Hulda Guðrún Gunnarsdóttir fulltrúar kennara, Halldór Einarsson fulltrúi starfsmanna, Ína Eyþórsdóttir og María Rán Guðjónsdóttir sem fulltrúar foreldra, fulltrúar nemenda:  Dýrleif Lára Gunnarsdóttir, Thelma Gunnarsdóttir, Flóki Hákonarson og Hrafnhildur Eiríksdóttir og Heimir Örn Herbertsson formaður foreldrafélags Melaskóla er áheyrnarfulltrúi.

  1. Jafnréttisáætlun Melaskóla

Helga fór yfir áætlun og dró fram helstu atriði.  Fundur samþykkti áætlun.

 

  1. Verklagsreglur Melaskóla um líkamlegt inngrip vegna ofbeldis og/eða ógnandi hegðunar. Farið yfir og samþykkt.
  2. Skýrsla um þarfagreiningu á húsnæði Melaskóla frá Reykjavíkurborg. Heimir, einn af nefndarmönnum í húsnæðisnefnd Melaskóla, fer yfir ferlið sem síðan leiddi til þess að farið var í þarfagreiningu.  Að mati húsnæðisnefndar  felur skýrslan í sér að þörf Melaskóla fyrir viðbyggingu, vegna aðstöðu nemenda og starfsmanna, sé viðurkennd.  Tillögur að hugmyndum eru settar fram í skýrslunni og hún er skref í rétta átt en málið enn ekki komið í höfn.  Fundurinn samþykkti að senda ályktun á skóla- og frístundasvið vegna málsins.
  3. Næstu fundir skólaráðs ákveðnir:
  • febrúar
  • mars
  • maí, opinn fundur
  1. Önnur mál: Fyrirspurn hvort vitað sé hvenær skólastjóri snúi aftur úr veikindaleyfi.  Ekki annað vitað en að hann komi 1. mars.

 

Anna Guðmundsdóttir ritaði fundargerð.