Skip to content

2. fundur 2019-20

  1. nóvember 2019

Mættir: Allir aðalfulltrúar og Björgvin skólastjóri

  1. Hvernig á skólabjallan að hljóma. Björgvin leyfir fulltrúum að hlusta á alla möguleika og þeir gefa álit sitt. Velja þá kosti sem þeim finnst hljóma best. Þetta gekk mjög vel og voru allir áhugasamir. Einnig rætt um að hafa sérstaka hringingu í desember og möguleikann á að hafa mismunandi út- og innhringingu.
  2. Umræður um nemendamál. Rætt um aðstöðu nemenda í skólanum. Rætt um fyrirkomulag varðandi sætaskipan í matsal. Tillaga frá 7. og 6. bekkingum um að óska eftir að fá að ráða sætavali. Málinu vísað áfram til skólastjórnenda. Ákveðið að halda fund á næstunni og ræða meira á þessum nótum.