1. fundur 2019-20
Fundur 8. október 2019
Mættir voru 20 af 24 fulltrúum í ráðinu.
- Stutt kynning á ráðinu og helstu verkefnum undafarinna ára. Einnig rætt um skólaráðið. Sameiginleg ákvörðun að allir fulltrúar 7. bekkinga sjái um að mæta á fundi skólaráðs, 4 í senn, helst einn frá hverjum bekk.
- Matarsóun. Staðan er töluvert betri nú en áður en nemendaráðið kom að málinu í fyrra. Nú þarf hins vegar að ákveða hvort hægt sé að ná enn betri árangri. Kemur til greina að fulltrúar fari í bekki og segi frá málinu.
- Skólalóðin. Einhverjar breytingar eru áætlaðar varðandi skólalóð og er nauðsynlegt að nemendaráðið komi að þeirri vinnu. Ætlunin er að fá skólastjóra á fund eins fljótt og auðið er.
- Bleikur föstudagur. Samþykkt samhljóða að hvetja nemendur til að taka þátt í bleikum föstudegi þann 11. október. Fulltrúar ætla að ganga í stofur og minna á daginn. 7. bekkingar heimsækja 1. og 2. bekki, 6. bekkingar heimsækja 3. bekki og 5. bekkingar heimsækja 4. bekki. Kennarar beðnir að leyfa krökkunum að undirbúa heimsóknina.
- Önnur mál. Hvað þarf að ræða í vetur? Margar hugmyndir ræddar, meðal annars vilja fulltrúar bæta umgengni í fatahengjum, umgengni um ritföng, reyna að fá samlokugrill í matsalinn, huga að betri framkomu á snjóboltasvæðinu, koma í veg fyrir símanotkun í frímínútum, koma í veg fyrir neteinelti og stöðva hjólafikt.