Skip to content

1. fundur, 2018-2019

Fundur í skólaráði 20. nóvember 2018

Mættir voru:  Helga Pálmadóttir, starfandi skólastjóri, Margrét Berndsen og Hulda Guðrún Gunnarsdóttir fulltrúar kennara, Halldór Einarsson fulltrúi starfsmanna, Katrín Oddsdóttir fulltrúi foreldra, fulltrúar nemenda:  Dýrleif Lára Gunnarsdóttir, Thelma Gunnarsdóttir, Flóki Hákonarson og Hrafnhildur Eiríksdóttir og Heimir Örn Herbertsson formaður foreldrafélags Melaskóla er áheyrnarfulltrúi.

Vantar fulltrúa frá grenndarsamfélagi, nokkur nöfn nefnd, verður athugað betur.

Hlutverk skólaráðs kynnt fyrir nemendum sem nú taka þátt í fyrsta skipti.

Starfsáætlun Melaskóla liggur ekki fyrir, verður gert fljótlega, skólastjóri fer yfir helstu atriði:

Mannauður og stjórnun Melaskóla

 • 596 nemendur í 29 bekkjardeildum
 • 92 kennarar og almennir starfsmenn

Stoðkerfi Melaskóla

 • Sérkennarar, þroskaþjálfi, stuðningsfulltrúar og skólaliðar. Helstu verkefni eru námsvandi, hegðunarvandi, félagslegur- og tilfinningavandi.  Námsver með mismunandi áherslum.

Gæsla

 • Morgungæsla á bókasafni fyrir 1. og 2. bekk, skólaliðar sjá um frímínútnagæslu og umsjónakennarar sinna gæslu í matsal.
 • Mötuneyti – matarlína tekin í notkun 1. okt og Matartíminn (Sölufélag garðyrkjumanna) umsjónaraðili. Matartími á stundaskrá frá kl.11-12:30.  Nemendaráð er að fara af stað með umræðu í bekki skólans um matarsóun!
 • Samþykktir frá Skólaþingi s.l. vor sem komin eru til framkvæmda:
 • Matarlína – námssvæði á göngum – danskennsla í 3. bekk – skák kennsla í 4. bekk

– skólakór fyrir 2. og 3. bekk

Helstu verkefn í vetur :

 • Ný menntastefna Reykjavíkur
 • Menntastefna Menntamálaráðuneytis
 • Unicef, réttindaskóli
 • Nordplus – verkefni í 5. bekk
 • Erasmus – verkefni í 7. bekk
 • Vinaliðaverkefni
 • Leiðsagnarnám

 

Árleg verkefni:

 • Samræmd próf í 4. og 7. bekk
 • Lesferill í 1. – 7. bekk, að auki þátttakendur í stöðlun matstækja lesferils (2.-7.bekkur)
 • Talnalykill í 3. bekk
 • Læsi í 2. bekk
 • Eineltiskönnun í 4. – 7. bekk
 • Þemadagar að hausti (í ár hetjur á Norðurlöndum)
 • Jóladagskrá, leikrit, helgileikur, jólavísur o.fl.

Vettvangsferðir og verkefni

 • Útikennsla samþætt öðrum námsgreinum
 • Fjölbreytt verkefni í smiðjum og hringekjum – sérstaklega á yngra stigi
 • Hólavallagarður – grenndarskógur Melaskóla
 • Fjöruferð – Ægissíða, Skerjafjörður
 • Vatnsmýrin
 • Hópefli – samstarf við Tjörnina og Siglingaklúbbinn – 5. og 6. bekkur
 • Húsdýragarðurinn – 6. bekkur
 • Dansgarðurinn – 5. bekkur

Grenndarsamfélagið:

 • Norræna húsið – fjölbreytt dagskrá – Norræn bókmenntavika
 • Rithöfundar koma í heimsókn og lesa úr bókum sínum – mismunandi aldur
 • Vísindasmiðjan – viðfangsefni við hæfi flestra aldurshópa
 • Tónleikar í Hörpu – efnisskrá við hæfi flestra aldurshópa
 • Bíó Paradís – nemendasýningar
 • Borgarleikhúsið – nemendasýningar
 • Listasafn Íslands – sýningar og leiðsögn
 • Handritasýning
 • Hellisheiðavirkjun – 7. bekkur

 

Auk þess:

 • námsgreinar kenndar samkvæmt skólanámskrá
 • íslenska
 • stærðfræði
 • náttúrufræði
 • samfélagsfræði
 • tungumál – enska og danska
 • íþróttir og sund
 • tónmennt
 • list- og verkgreinar – myndmennt/heimilisfræði, textíl/smíði

 

Önnur mál:

Áheyrnarfulltrúi og fulltrúi foreldra spyrja hvort eitthvað sé að frétta af húsnæðismálum skólans en von er á skýrslu vegna þess frá borginni.  Skólastjóri hefur engar upplýsingar fengið um útkomu skýrslunnar og hefur henni ítrekað verið frestað.   Fulltrúar benda þá á að staðið hafi til að fari í endurbætur á lóðinni fyrir tveimur árum en því hafi verið frestað þar sem skoða átti húsnæðismál skólans.  Ljóst er að Melaskóli er barn síns tíma og húsnæðið hentar illa sem skólastofnun sem sinna á Menntastefnu Reykjavíkurborgar.  Laga þarf rými til kennslu, starfsaðstöðu kennara, mötuneyti nemenda og klósettaðstöðu nemenda og starfsmanna svo eitthvað sé nefnt.  Skólaráð kemur því til með að krefjast svara frá borginni vegna málefna Melaskóla.

 

Anna Guðmundsdóttir, ritaði fundargerð