Skip to content

Eineltisáætlun/Olweus

Eineltisáætlun

Melaskóli er Olweusarskóli þar sem unnið er samkvæmt aðgerðaráætlun Olweusar gegn einelti og andfélagslegri hegðun. Megininntak áætlunarinnar er fræðsla fyrir alla starfsmenn og nemendur skólans um hvað einelti er og hvernig mögulegt er að koma í veg fyrir það og leysa á farsælan hátt komi það upp. Lögð er áhersla á að allir geri sér grein fyrir því að ábyrgðin liggur hjá hverjum einstaklingi fyrir sig.

-----

Skilgreining Olweusar á einelti

Sagt er að nemandi sé lagður í einelti þegar annar nemandi eða nemendur:

 • Segja meiðandi og óþægileg orð við hann eða hana, gera grín að honum/henni eða nota ljót og meiðandi uppnefni.
 • Virða hann/hana ekki viðlits eða útiloka hann/hana viljandi úr hópnum.
 • Slá, sparka, hárreita, hrinda eða loka hann/hana inni.
 • Segja ósatt eða dreifa niðrandi athugasemdum um hann/hana eða senda kvikindislega miða, sms eða tölvupóst og reyna að fá aðra nemendur til að kunna illa við hann / hana.

-----

Skólareglur gegn einelti

 1. Við leggjum ekki aðra í einelti.
 2. Við reynum að aðstoða þá nemendur sem verða fyrir einelti.
 3. Við eigum líka að vera með nemendum sem auðveldlega verða einir.
 4. Við segjum alltaf frá ef einhver er lagður í einelti.

-----

Meðferð eineltismála

Ef vart verður við einelti fer eftirfarandi ferli í gang:

 • Umsjónarkennari ræði strax við þolanda, með eða án foreldra, allt eftir því hvernig málið ber að. Í öllum tilfellum er forráðamaður barnsins upplýstur um gang mála.
 • Umsjónarkennari ræðir við geranda/gerendur með aðstoð starfsmanns.
 • Forráðamenn gerenda eru ávallt upplýstir og kallaðir til viðtals í alvarlegum tilfellum.
 • Umsjónarkennari fylgist náið með nemendum sem hlut eiga að máli.
 • Umsjónarkennari leitar eftir upplýsingum hjá öðrum kennurum og starfsfólki og biður viðkomandi að fylgjast með líka.
 • Tengslakönnun lögð fyrir í bekknum.
 • Umsjónarkennari tekur stutt einstaklingsviðtöl við nemendur eða úrtak nemenda.

Ef ofantaldar aðgerðir bera ekki árangur þarf að:

 • Vísa málinu til nemendaverndarráðs.
 • Kalla aftur til foreldra geranda/gerenda.
 • Kalla aftur til foreldra þolanda.

-----

Forvörn gegn einelti

 • Bekkjafundir eru haldnir reglulega.
 • Ræða skilgreiningar á einelti og skoða eineltishringinn.
 • Tengslakannanir eru lagðar fyrir bekkinn.
 • Frímínútnahópar.
 • Starfsmenn sýnilegir á útivakt.
 • Agabrot skráð á þar til gerð blöð og afhent umsjónarkennara. Umsjónarkennari hefur samband heim þegar nemandi hefur fengið 3 blöð. Við alvarleg brot er haft samband strax heim.

-----

Hvert er hlutverk foreldra

 • Skólinn hvetur foreldra til að hafa samband við skólann verði þeir varir við eða hafi þeir grun um að eitthvert barn sé í vanda statt.
 • Allir með í bekknum þegar boðið er heim (allar stelpur eða allir strákar).
 • Fylgjast með netnotkun barna sinna.

-----

Meira um Olweusaráætlunina er að finna á olweus.is.