Skip to content

Heilsugæsla

Heilsuvernd Melaskóla er á vegum Heilsugæslunnar á Seltjarnarnesi/Vesturbæ. Hún er hluti af heilsugæslunni og framhald af ung- og smábarnavernd.  Markmið heilsuverndar skólabarna er að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra.  Til að nálgast þau markmið er hjúkrunarfræðingur með skipulagða heilbrigðisfræðslu fyrir börnin í öllum árgöngum.  Sjá nánar á heilsuvera.is:

https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/throskaferlid/heilsuvernd-grunnskolabarna/um-heilsuvernd-grunnskolabarna/

Skólahjúkrunarfræðingur Melaskóla er Anna Lilja Sigurðardóttir og er viðvera hennar sem hér segir:
Mánudaga: 8:00-12:00
Þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga: 8:00-14:00
Föstudaga: 8:00-12:00

Skólahjúkrunarfræðingur upplýsir um þá nemendur sem greindir eru með alvarlega sjúkdóma sem þörf er á að starfsmenn þekki til, t.d. bráðaofnæmi, flogaveiki og sykursýki.
Foreldrar / forráðamenn eru hvattir til að hafa samband við skólaheilsugæsluna ef ástæða þykir til. Einnig skal tekið fram að alltaf er haft samband við foreldra / forráðamenn ef eitthvað virðist athugavert hjá barni sem ekki var vitað um áður svo og ef slys eða óvænt óhöpp verða.