Skip to content

Heilsugæsla

Heilsugæsla Melaskóla er á vegum Heilsugæslunnar á Seltjarnarnesi. Nánari upplýsingar má sjá á sameiginlegri vefsíðu skólaheilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, http://www.6h.is.

Markmið skólaheilsugæslu eru að börnin fái að vaxa, þroskast og stunda nám sitt við bestu andlegu, líkamlegu og félagslegu skilyrði sem völ er á og í samræmi við þá þekkingu sem um er að ræða á hverjum tíma. Til að svo megi verða er hjúkrunarfræðingur með skipulagða heilbrigðisfræðslu fyrir börnin og má sjá nánar um þá fræðslu á netsíðunni 6h.is.
Heilbrigðisskoðun á nemendum:
1. bekkur (6 ára): Mæling á sjón, hæð og þyngd - viðtal. 4. bekkur (9 ára): Mæling á sjón, hæð og þyngd - viðtal. 7. bekkur (12 ára): Mæling á sjón, hæð og þyngd - viðtal. Bólusetning gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum (ein stunga). Stúlkurnar verða einnig bólusettar gegn HPV veirunni (leghálskrabbamein), sem þarf að endurtaka í tvígang sama vetur.
Fylgst er með því að ekki vanti upp á ónæmisaðgerðir og bætt úr ef á vantar (alltaf í samráði við foreldra). Einnig er fylgst náið með börnum sem búa við andleg, líkamleg eða félagsleg frávik.

Skólahjúkrunarfræðingur er Jóhanna Sigtryggsdóttir og er viðvera hennar sem hér segir:
Mánudaga: 8:00-12:00
Þriðjudaga: 9:15-12:00
Miðvikudaga og fimmtudaga: 8:00-14:00
Föstudaga: 8:00-12:00
Skólahjúkrunarfræðingur upplýsir um þá nemendur sem greindir eru með alvarlega sjúkdóma sem þörf er á að starfsmenn þekki til, t.d. bráðaofnæmi, flogaveiki og sykursýki.
Foreldrar / forráðamenn eru hvattir til að hafa samband við skólaheilsugæsluna ef ástæða þykir til. Einnig skal tekið fram að alltaf er haft samband við foreldra / forráðamenn ef eitthvað virðist athugavert hjá barni sem ekki var vitað um áður svo og ef slys eða óvænt óhöpp verða.