Skip to content
Melaskoli - 062
melaskoli_slide1
melaskoli_slide2

Sögulegt ágrip

Kennsla hófst í Melaskóla 5. október 1946. Haustið 1999 var ný skólabygging tekin í notkun og þá varð skólinn jafnframt einsetinn.

Melaskóli tók við af Skildinganesskóla sem var til húsa á ýmsum stöðum í Skerjafirði og á Grímsstaðaholti á árunum 1926 til 1946. Skildinganesskóli var gerður að sjálfstæðum skóla árið 1936 en hafði áður verið útibú frá Mýrarhúsaskóla og síðar Miðbæjarskóla. Fyrsta árið sem kennt var í Melaskóla voru nemendur um 850 og kennarar 26. Flestir urðu nemendur í skólanum 1493. Það var skólaárið 1955 til 1956.

List í Melaskóla

Einar Sveinsson, arkitekt, teiknaði eldri skólabygginguna og voru listamennirnir Barbara Árnason og Ásmundur Sveinsson fengnir til þess að myndskreyta bygginguna.

Arkitekt nýju skólabyggingarinnar er Ögmundur Skarphéðinsson. Nemendur Melaskóla, veturinn 2000 til 2001, gáfu skólanum listaverkið " Borg " vorið 2001. Verkið er í nýju skólabyggingunni.

Mannlíf í Melaskóla

Nemendur í Melaskóla eru á aldrinum 6 til 12 ára. Hann er einn fjölmennasti barnaskóli landsins.

Melaskólasöngurinn