Skólareglur Melaskóla
Nemendur bera ábyrgð á eigin námi, framkomu sinni, háttsemi og samskiptum við skólasystkin og starfsfólk skóla, þ.m.t. rafrænum samskiptum og netnotkun með hliðsjón af aldri og þroska þeirra.
- Nemendum ber að mæta stundvíslega í allar kennslustundir.
- Nemendur temji sér góða umgengni og gangi rólega um ganga skólans.
- Nemendur hlýði starfsfólki skólans og sýni því og samnemendum fyllstu kurteisi. Þeim ber að koma fram af prúðmennsku og sýna tillitssemi.
- Í frímínútum mega nemendur ekki fara út af leikvelli skólans. Hjólreiðar á leikvelli eru bannaðar svo og leikir eða leiktæki sem geta skaðað aðra.
- Nemendum leyfist ekki að nota snjalltæki eða spilara í skólanum nema með leyfi.
- Nemendur komi með hollt nesti í skólann, ekki sætindi, gosdrykki og tyggigúmmí.
- Verðmæti svo sem peningar, farsímar og hjól eru á ábyrgð nemenda og forráðamanna.
- Nemendum er heimilt að hafa farsíma með sér í skólann. Þó skal vera slökkt á símanum og hann geymdur í tösku nemenda frá því að komið er í skólann í upphafi skóladags og þar til skóladegi lýkur. Farsímanotkun nemenda er því bönnuð í skólanum og á skólalóð meðan á skólatíma stendur.
Foreldrar bera ábyrgð á uppeldi barna sinna. Þannig bera foreldrar einnig ásamt börnum sínum ábyrgð á hegðun þeirra og framkomu gagnvart samnemendum og starfsfólki skóla og eiga að bregðast við afleiðingum hegðunar barna sinna í skóla.