Skip to content

Nemendaráð Melaskóla

Almennar upplýsingar

Nemendaráð Melaskóla hefur starfað frá haustinu 2010. Það skipa fulltrúar allra 5.-7. bekkja skólans. Fulltrúar 7. bekkja eru jafnframt í skólaráði Melaskóla. 

Nemendaráð fundar reglulega og er markmið þess að vinna að hagsmuna- og velferðarmálum nemenda og að virkja nemendur til að efla jákvæðan skólabrag. Þá er það ekki síst hlutverk nemendaráðsins að hvetja alla nemendur til að koma með ábendingar um hvað sé vel gert og það sem megi betur fara í skólastarfinu og beina slíkum ábendingum í réttan farveg.

Reglur um nemendaráð Melaskóla

- Nemendaráð Melaskóla er skipað fulltrúum 5., 6. og 7. bekkja.

- Nemendaráð kemur saman til fundar a.m.k. einu sinni í mánuði.

- Fulltrúar bera upp mál til umfjöllunar.

- Fulltrúar bregðast við málum sem borin eru upp.

- Fundarboð og fundarefni er auglýst á auglýsingatöflu í nýbyggingu.

- Fundum stjórnar fullorðinn einstaklingur.

- Fulltrúar skiptast á að vera ritarar og rita fundargerðir.

- Verði fulltrúar uppvísir að ósæmilegri hegðun á fundum geta þeir misst rétt til setu í nemendaráði.

4. og 5. fundur 2019-20

Nemendaráðsfundir 30. og 31. janúar 2019 Mættir: Fulltrúar allra bekkja og Björgvin skólastjóri á seinni fundi. Helstu mál: Erindi frá…

Meira

3. fundur 2019-20

Nemendaráðsfundur 22. nóvember Mætt: Inga Ásta, Elísabet Friðrika, Egill, Elías, Jóhanna, Heiðar, Patrik, Atli, Einar, Elísabet Sætaskipan í matsal. Búið…

Meira

2. fundur 2019-20

nóvember 2019 Mættir: Allir aðalfulltrúar og Björgvin skólastjóri Hvernig á skólabjallan að hljóma. Björgvin leyfir fulltrúum að hlusta á alla…

Meira

1. fundur 2019-20

Fundur 8. október 2019 Mættir voru 20 af 24 fulltrúum í ráðinu. Stutt kynning á ráðinu og helstu verkefnum undafarinna…

Meira