Ofnbakaður banana-kókos-karrý-fiskur

Ofnbakaður banana-kókos-karrý-fiskur
(fyrir u.þ.b. 2)
 • 300 g fiskur (ýsa, langa, lax…)
 • 2 msk. olía
 • 1 gulrót
 • 2 dl. kókosmjólk
 • 1 banani
 • 2 dl. rifinn ostur
 • 2 tsk. karrý
 • Sítrónupipar
 • Salt og svartur pipar
 • Graskersfræ

Ofnhiti: 180 °C

Aðferð

Stillið ofnhitann.

Finnið til ofnfast form.

Hellið olíuna í formið.

Leggið fiskinn í formið.

Skrælið gulrótina og skerið hana í þunnar sneiðar.

Skerið banann í þunnar sneiðar.

Kryddið fiskinn með sítrónupipar, smá salt og pipar.

Hellið kókosmjólkinni í litla skál og hrærið í henni svo hún blandast vel saman. Kryddið hana með karrí, smá salt og aðeins af pipar.

Hellið kókosmjólkinni  yfir fiskinn og leggið banana- og gulrótarsneiðarnar fallega yfir fiskinn.

Stráið rifnum osti yfir í lokin og kryddið örlítið meira eftir smekk.

Stráið graskersfræ yfir ostinn.

Bakið neðarlega í ofninum í u.þ.b. 15 mínútur.

Berið fram með salati og hrísgrjónum.

Ofnbakaður pitsafiskur

Ofnbakaður pitsafiskur
(fyrir u.þ.b. 2)
 • 300 g. ýsa  (eða annan fisk)
 • 2 msk. olía
 • 1 gulur laukur
 • 3 ananassneiðar
 • 6-8 peperonisneiðar
 • ½ - 1 dós niðursoðnir tómatar
 • 2 msk. rjómaostur
 • 1 msk. oregano
 • ½ tsk. salt
 • ½ tsk. svartur pipar
 • 2 dl. rifinn ostur

Stillið ofnhitann á 180 °C

Aðferð

Finnið til ofnfast form.

Afhýðið laukinn og skerið hann eins smátt og hægt er á skurðbretti.

Skerið ananasinn smátt.

Skerið peperoni-íð í ræmur.

Hellið olíuna í formið. Leggið fiskinn í formið. Gott er að skera fiskinn í minni bita.

Kryddið fiskinn með salt, pipar og oregano.

Stráið lauknum yfir.

Opnið tómatdósina og hellið innihaldinu (eða aðeins helmingnum)  yfir fiskinn. Setjið rjómaostinn hér og þar með teskeið.

Dreifið peperoni og ananas yfir á fallegan hátt.

 Stráið ost yfir.

 Stráið aðeins af oreganó yfir ostinn.

 Bakið neðarlega í ofninum í u.þ.b. 15 mínútur.

 Berið fram með hrísgrjónum og salati.

 

Kjötbollur

Kjötbollur

fyrir 2 svanga

Grunnuppskrift

 • 200 g. nautahakk
 • 1 dl. haframjöl
 • ½  dl. mjólk
 • ½  tsk. salt
 • ½ tsk. svartur pipar
 • ½  msk. olía til að steikja upp úr

Mælið haframjöl og setjið í litla skál. Hellið mjólk saman við.

Bætið salt og pipar saman við. Hrærið og látið standa þar til öll mjólkin er horfin inn í  hafranna.

Setjið nautahakkið í stærri skál og blandið haframjölsblöndunina saman við. Hrærið saman í deig. Rúllið litar bollur úr deiginu. Reynið að hafa þær allar jafn stórar því þá steikjast þær jafnt.   Gott er að bera vatn á hendurnar á meðan rúllað er.  Þá festist deigið ekki eins mikið við hendurnar.

Það getur verið gott að steikja eina bollu fyrst úr deiginu og smakka á henni til að sjá hvort bragðið sé gott.

Steikið svo allar bollurnar, það er gott að lækka hitann undir pönnuna svo bollurnar brenna ekki.

 Verði ykkur að góðu!

Pönnukökubakstur

ponnukaka

Nemendur í 6. bekk æfðu sig í síðustu viku í pönnukökubakstri og stóðu sig að sjálfsögðu eins og hetjur! 

Margar af þeim uppskriftum sem nemendur styðjast við í heimilisfærði má finna á heimasíðu skólans. Hér er svo uppskriftin af pönnukökunum:

 • 2 egg
 • 3-5 dl. mjólk
 • pínulítið salt
 • ½ msk. sykur
 • 3-5 dl. hveiti
 • Vanilludropar eftir smekk
 • 1-2 msk. smjör sem brætt er á pönnukökujárninu og síðan hellt saman við pönnukökudeig.
 • Hráefni sett í skál og hrært saman.

Svo er bara að steikja J