Kjötbollur

Kjötbollur

fyrir 2 svanga

Grunnuppskrift

 • 200 g. nautahakk
 • 1 dl. haframjöl
 • ½  dl. mjólk
 • ½  tsk. salt
 • ½ tsk. svartur pipar
 • ½  msk. olía til að steikja upp úr

Mælið haframjöl og setjið í litla skál. Hellið mjólk saman við.

Bætið salt og pipar saman við. Hrærið og látið standa þar til öll mjólkin er horfin inn í  hafranna.

Setjið nautahakkið í stærri skál og blandið haframjölsblöndunina saman við. Hrærið saman í deig. Rúllið litar bollur úr deiginu. Reynið að hafa þær allar jafn stórar því þá steikjast þær jafnt.   Gott er að bera vatn á hendurnar á meðan rúllað er.  Þá festist deigið ekki eins mikið við hendurnar.

Það getur verið gott að steikja eina bollu fyrst úr deiginu og smakka á henni til að sjá hvort bragðið sé gott.

Steikið svo allar bollurnar, það er gott að lækka hitann undir pönnuna svo bollurnar brenna ekki.

 Verði ykkur að góðu!

Pönnukökubakstur

ponnukaka

Nemendur í 6. bekk æfðu sig í síðustu viku í pönnukökubakstri og stóðu sig að sjálfsögðu eins og hetjur! 

Margar af þeim uppskriftum sem nemendur styðjast við í heimilisfærði má finna á heimasíðu skólans. Hér er svo uppskriftin af pönnukökunum:

 • 2 egg
 • 3-5 dl. mjólk
 • pínulítið salt
 • ½ msk. sykur
 • 3-5 dl. hveiti
 • Vanilludropar eftir smekk
 • 1-2 msk. smjör sem brætt er á pönnukökujárninu og síðan hellt saman við pönnukökudeig.
 • Hráefni sett í skál og hrært saman.

Svo er bara að steikja J

Bolludagsbollur

Einfaldar Bolludagsbollur

 • 6 dl. hveiti
 • 1 msk. lyftiduft
 • ½ msk. kardemommuduft
 • ¼  tsk. salt
 • 2 msk. síróp
 • 2 msk olía
 • 2 ½ dl. mjólk

1 egg til að pensla bollurnar með, slegið saman með gaffli í glas

Ofnhiti: 200 °C, yfir- og undirhiti

Áhöld: Stór skál, lítil skál, dl-mál, mæliskeiðar, trésleif, sleikja, bökunarplata, bökunarpappír og ofnhanskar.

 1. Kveikið á ofninum og stillið hitann.
 2. Blandið hveiti, lyftiduft, kardemommuduft og salt í stóra skál.
 3. Mælið síróp, olíu og vatn í litlu skálinni og hellið því saman við hveitið.
 4. Hrærið með sleif þar til allt hefur blandast vel saman og hnoðið svo áfram þar til deig hefur myndast.
 5. Takið deigið úr skálinni (gott að nota sleikjuna við það) og hnoðið það aðeins til viðbótar.
 6. Skerið deigið í 8 – 12 bita og rúllið hvern bita í fallega bollu.
 7. Raðið bollurnar á bökunarplötu.
 8. Penslið hverja bollu með egg eða vatni.
 9. Bakið bollurnar í miðjuna á ofninum í u.þ.b. 15 – 20 mínútur. Þær eru tilbúnar þegar þær eru gylltar á litinn.
 10. Þegar bollurnar hafa kólnað skerið þið efri hlutann af þeim (,,lokið“).
 11. Gerið lítið gat með skeið í neðra hlutanum og setjið aðeins af sultu eða t.d. nutellakrem í gatið.
 12. Þeytið rjóma og setjið skeið af rjóma ofan á.
 13. Tyllið lokið aftur á og sigtið flórsykur yfir bolluna ykkar.

Verði ykkur að góðu

Banana- hafrakökur

Banana- hafrakökur
(u.þ.b. 15 kökur)
 • 85 g. smjör við herbergishita (mjög mjúkt)
 • ½  dl. púðursykur
 • 1 ½  dl. sykur
 • 1 egg
 • ½  banani, stappaður með gaffli
 • 1 tsk. vanilludropar
 • 1 tsk. matarsódi
 • 1/8   tsk. salt
 • 1 ½  dl. hveiti
 • 2 ½  dl. haframjöl
Ofnhiti: 180 °C blástur
Byrjið að kveikja á ofninum.
Setjið bökunarpappír á ofnplötu.
Notið stóra skál.
Mælið smjör, sykur og setjið í skálina.
Notið handþeytara (ekki rafmagns) og þeytið þangað til þið eru orðin mjög þreytt í vöðvunum.
Stappið banana með gaffli.
Bætið egg, vanilludropa og banana við smjör og sykurblöndunina.
Hrærið vel með sleikju.
Mælið hveiti, matarsóda og salt og hellið í skálina. Hrærið.
Síðast er haframjölið mælt og hellt út í og blandað vel saman.
Rúllið kúlur úr deiginu, raðið á bökunarplötu en athugið að hafa gott pláss á milli hverja köku þar sem þær stækka í ofninum.
Setjið plötuna í miðjuna á ofninum og bakið í u.þ.b. 12-15 mínútur.