Tilkynning vegna veðurs

Veður getur seinkað ferðum nemenda til skóla. Skólar eru opnir, en mikilvægt er að foreldrar gæti þess að yngri börn fari ekki ein í skóla, þetta á sérstaklega við í efribyggðum og þar sem börn þurfa að fara yfir opin svæði á leið sinni í skóla. 
Með yngri börn er hér átt við 12 ára og yngri.
Nánari upplýsingar eru á Facebook-síðu Slökkviliðs og lögreglu höfuðborgarsvæðisins bs.

Due to weather conditions, disruptions in school services may be expected today. Schools are open but parents and guardians are asked to escort children younger than 12 years to school. This especially concerns children living in upper areas that need to cross open spaces on their way to school.
Further information on Facebook („Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins“)

Vísubotn 2017

visubotn2

Þuríður Rósa Bjarkadóttir Yershova, nemandi í 5. bekk í Melaskóla var hlutskörpust á miðstigi í vísnasamkeppni grunnskólanema, Vísubotn 2017. Hún hlaut bókaverðlaun og viðurkenningarskjal. Formaður dómnefndar Ragnar Ingi Aðalsteinsson og aðilar frá Menntamálastofnun komu í heimsókn í skólann til að afhenda verðlaunin.

Vísubotn Þuríðar Rósu:

Stöndum við með bros á brá

bráðum koma jólin.

Kertin lýsa okkur á

uns á ný skín sólin.

Þjarkar í 4. bekk

taekni1Börnin í 4 .bekk byggðu og forrituðu þjarka; flestir einhverskonar farartæki. Notuðu þau  Legokubba sem heita Wedo og spjaldtölvur, en skipanir eru sendar þráðlaust í þjarkinn. Fyrst  byrja þau á að byggja og forrita eftir leiðbeiningum en fljótlega tekur „eðlislæg“ forvitni völdin. Eru þau áfjáð um að þjarkurinn fari hraðar, geti beygt, gefið frá sér hljóð eða notað skynjara. Þau mæla, leita lausna, rannsaka, hjálpast að, prófa sig áfram og keppa sín á milli. Fögnuður þeirra er mikill þegar tilraunir skila tilætluðum árangri, og vilja sýna og segja frá. Snúa svo aftur á vinnustöðina sína til að bæta hönnunina enn frekar.

taekni2

Rúmmetri rúmar margt

rummetri

 Þessa dagana eru nemendur í 7. bekk að læra um rúmfræði. Þau mæla hvað ýmis konar ílát rúma, nota sentikubba og búa til einn rúmmetra. Hann er merkilegur þessi rúmmetri. Hann samsvarar milljón rúmsentrimetrum og 1000 lítrum. En hvað skyldu margir nemendur komast fyrir í einum rúmmetra?

Fjöruferð í 1. bekk

  • 20170913 1304335
  • 20170915 143113 0011

Nemendur í 1.bekk fóru i fjöruferð síðast liðna viku í tilefni dags íslenskrar náttúru. Þar var ýmislegt skemmtilegt og fróðlegt að finna eins og bóluþang, kuðunga, melgresi, skeljar, sand og steina. Lögð var áhersla á að vekja börnin til umhugsunar um lífríkið þar og mikilvægi þess að ganga ávallt vel um náttúruna.