Barnamenningarhátíð

  • barnamenning1
  • barnamenning2
  • barnamenning3
  • barnamenning4
  • barnamenning5
  • barnamenning6
  • barnamenning7
  • barnamenning8

 Í tilefni af Barnamenningarhátíð hittust nemendur í  1. bekk á sal og sungu lagið Meistari Jakob á þeim tungumálum sem töluð eru í árganginum sem eru tíu talsins. Alls má finna 29 tungumál í Melaskóla. Svava tónmenntakennari æfði upp lögin með nemendum og stýrði svo samsöngnum af mikilli list.  

Nemendur í 6. bekk fengu sænsku danskennarana Theu og Sofiu sem ganga undir listamannsnafninu Blauba í heimsókn. Skóladagurinn byrjaði á músík og danssýningu í skálanum okkar sem endaði uppá sal í dansnámsskeiði.

Nemendur í 4. bekk löbbuðu í Hörpu þar sem Barnamenningarhátíð var sett með pompi og pragt með troðfullum Eldborgarsal af 4. bekkingum úr grunnskólum borgarinnar.

Á föstudag, 20.4. stendur Selið/frístundin fyrir miklum tónlistarviðburði hérna í skálanum í Melaskóla kl. 15:00 – 16:30 í tilefni Barnamenningarhátíðar.

Að lokum viljum við þakka fyrir veturinn og óska ykkur gleðilegs sumars en á morgun er sumardagurinn fyrst, sem er frídagur.

Verðlaunahafi í teiknisamkeppni

Herdís Kristjánsdóttir, 4. HLG vann til verðlauna í teiknisamkeppni Skólamjólkurdagsins sem Mjólkursamsalan stendur fyrir ár hvert. Hér er mynd Herdísar.

herdis mjolk

Herdís vann til verðlauna, 40.000 kr. sem renna í bekkjarsjóð. Nú munu nemendur í 4. HLG og Heiða umsjónarkennari, ásamt foreldrum, finna eitthvað skemmtilegt til að gera fyrir þessa peninga – nú, eða geyma þá þangað til í 7. bekk!

Ekki sjálfa þig

ekkisjalfaHandrit Birnu Guðlaugsdóttir í 6.EB var valið til framleiðslu í handritasamkeppni RÚV. Handritið ber yfirskriftina Ekki sjálfa þig og mun afraksturinn verða sýndur næstkomandi sunnudag í Stundinni okkar. Þá má einnig sjá viðtal við handritshöfundinn og störf teymisins á tökustað sunnudag 12. mars. Við erum gífurlega stolt af þessum upprennandi höfundi og munum fylgjast vel með frumsýningu myndarinnar. Til hamingju Birna!

Vísubotn 2017

visubotn2

Þuríður Rósa Bjarkadóttir Yershova, nemandi í 5. bekk í Melaskóla var hlutskörpust á miðstigi í vísnasamkeppni grunnskólanema, Vísubotn 2017. Hún hlaut bókaverðlaun og viðurkenningarskjal. Formaður dómnefndar Ragnar Ingi Aðalsteinsson og aðilar frá Menntamálastofnun komu í heimsókn í skólann til að afhenda verðlaunin.

Vísubotn Þuríðar Rósu:

Stöndum við með bros á brá

bráðum koma jólin.

Kertin lýsa okkur á

uns á ný skín sólin.

Þjarkar í 4. bekk

taekni1Börnin í 4 .bekk byggðu og forrituðu þjarka; flestir einhverskonar farartæki. Notuðu þau  Legokubba sem heita Wedo og spjaldtölvur, en skipanir eru sendar þráðlaust í þjarkinn. Fyrst  byrja þau á að byggja og forrita eftir leiðbeiningum en fljótlega tekur „eðlislæg“ forvitni völdin. Eru þau áfjáð um að þjarkurinn fari hraðar, geti beygt, gefið frá sér hljóð eða notað skynjara. Þau mæla, leita lausna, rannsaka, hjálpast að, prófa sig áfram og keppa sín á milli. Fögnuður þeirra er mikill þegar tilraunir skila tilætluðum árangri, og vilja sýna og segja frá. Snúa svo aftur á vinnustöðina sína til að bæta hönnunina enn frekar.

taekni2