Samsöngur á afmælisdegi

 

 • sams1
 • sams2
 • sams3
 • sams4
 • sams5
 • sams6
 • sams7

Á  72 ára afmælisdegi Melaskóla, föstudaginn 5. október, var samsöngur í Skála. Söngurinn tókst einstaklega vel hjá nemendum. Í lokin voru svo  fullorðnir fengnir til þess að syngja, en danski söngvarinn Kim Larsen lést fyrir stuttu og var lagið De smukke unge mennesker sungið. Undirtektir voru mjög góðar og höfðu allir gaman af.

 

Afríkutónar

 • afrika1
 • afrika2
 • afrika3
 • afrika4
 • afrika5

Nemendur úr 10. bekk í Þingeyjarskóla komu í heimsókn í gær og spiluðu fyrir okkur afrísk lög á marimbur og trommur. Þetta voru virkilega hressandi tónleikar og gátu nemendur dansað og klappað með. Heimsóknin er í tengslum við Fest Afrika sem haldin er þessa vikuna.

(Jóla-) Smákökur í heimilisfræði

smakokur2

 

 

Meistarabakarar í 7. bekk eru byrjaðir að æfa handtökin fyrir komandi jólabakstur!

Þau nota eina grunn-uppskrift af smákökudeigi sem býður upp á marga möguleika í útfærslu.

smakokur3 smakokur1

Gengið um Elliðaárdal

vor1bekkur

Nemendur í 1.bekk fóru með kennurum sínum í gönguferð um Elliðaárdalinn. Þau voru mjög dugleg og gengu heilmikið áður en sest var niður til að borða nestið sitt. Það var ýmisleg að skoða á leiðinni enda vor í lofti og náttúran að vakna eftir vetrardvalann.

Bestu kveðjur Gunnhildur og Þórhildur kennarar í 1. bekk

vor1bekkur2

Verðlaunahafi í teiknisamkeppni

Herdís Kristjánsdóttir, 4. HLG vann til verðlauna í teiknisamkeppni Skólamjólkurdagsins sem Mjólkursamsalan stendur fyrir ár hvert. Hér er mynd Herdísar.

herdis mjolk

Herdís vann til verðlauna, 40.000 kr. sem renna í bekkjarsjóð. Nú munu nemendur í 4. HLG og Heiða umsjónarkennari, ásamt foreldrum, finna eitthvað skemmtilegt til að gera fyrir þessa peninga – nú, eða geyma þá þangað til í 7. bekk!