Starfsdagar hefjast

Melaskoli logo300Kennarar mæta til vinnu á morgun, miðvikudaginn 15. ágúst kl. 8:30. Starfsmannafundur kl. 9 í hátíðarsal. Dagskrá starfsdaga hefur verið sendur í tölvupósti.

Gengið um Elliðaárdal

vor1bekkur

Nemendur í 1.bekk fóru með kennurum sínum í gönguferð um Elliðaárdalinn. Þau voru mjög dugleg og gengu heilmikið áður en sest var niður til að borða nestið sitt. Það var ýmisleg að skoða á leiðinni enda vor í lofti og náttúran að vakna eftir vetrardvalann.

Bestu kveðjur Gunnhildur og Þórhildur kennarar í 1. bekk

vor1bekkur2

Verðlaunahafi í teiknisamkeppni

Herdís Kristjánsdóttir, 4. HLG vann til verðlauna í teiknisamkeppni Skólamjólkurdagsins sem Mjólkursamsalan stendur fyrir ár hvert. Hér er mynd Herdísar.

herdis mjolk

Herdís vann til verðlauna, 40.000 kr. sem renna í bekkjarsjóð. Nú munu nemendur í 4. HLG og Heiða umsjónarkennari, ásamt foreldrum, finna eitthvað skemmtilegt til að gera fyrir þessa peninga – nú, eða geyma þá þangað til í 7. bekk!

Ekki sjálfa þig

ekkisjalfaHandrit Birnu Guðlaugsdóttir í 6.EB var valið til framleiðslu í handritasamkeppni RÚV. Handritið ber yfirskriftina Ekki sjálfa þig og mun afraksturinn verða sýndur næstkomandi sunnudag í Stundinni okkar. Þá má einnig sjá viðtal við handritshöfundinn og störf teymisins á tökustað sunnudag 12. mars. Við erum gífurlega stolt af þessum upprennandi höfundi og munum fylgjast vel með frumsýningu myndarinnar. Til hamingju Birna!

Vísubotn 2017

visubotn2

Þuríður Rósa Bjarkadóttir Yershova, nemandi í 5. bekk í Melaskóla var hlutskörpust á miðstigi í vísnasamkeppni grunnskólanema, Vísubotn 2017. Hún hlaut bókaverðlaun og viðurkenningarskjal. Formaður dómnefndar Ragnar Ingi Aðalsteinsson og aðilar frá Menntamálastofnun komu í heimsókn í skólann til að afhenda verðlaunin.

Vísubotn Þuríðar Rósu:

Stöndum við með bros á brá

bráðum koma jólin.

Kertin lýsa okkur á

uns á ný skín sólin.