Íslenskuverðlun

tinnaogisafold
 
16. nóvember, á degi íslenskrar tungu, fengu þær Tinna í 7. KS og Ísafold Salka í 4. HLG Íslenskuverðlun unga fólksins, við hátíðlega athöfn í Hörpu.
Umsagnirnar um þær eru m.a. svohljóðandi: Ísafold Salka hefur einstakan áhuga á íslenskri tungu, er mjög skapandi og listræn bæði í máli og ritun.
Tinna er mjög dugleg að lesa og mikill lestrarhestur. Upplestur hennar er skýr og greinilegur.
Í ritun er hún mjög skapandi og skrifar lipran og læsilegan texta sem gaman er að lesa og hlusta á.
Þá skrifar hún einnig réttan texta bæði stafsetningarlega og málfræðilega.
 
Björgvin Þór Þórhallsson
skólastjóri Melaskóla

Rúmmetri rúmar margt

rummetri

 Þessa dagana eru nemendur í 7. bekk að læra um rúmfræði. Þau mæla hvað ýmis konar ílát rúma, nota sentikubba og búa til einn rúmmetra. Hann er merkilegur þessi rúmmetri. Hann samsvarar milljón rúmsentrimetrum og 1000 lítrum. En hvað skyldu margir nemendur komast fyrir í einum rúmmetra?

Fjöruferð í 1. bekk

 • 20170913 1304335
 • 20170915 143113 0011

Nemendur í 1.bekk fóru i fjöruferð síðast liðna viku í tilefni dags íslenskrar náttúru. Þar var ýmislegt skemmtilegt og fróðlegt að finna eins og bóluþang, kuðunga, melgresi, skeljar, sand og steina. Lögð var áhersla á að vekja börnin til umhugsunar um lífríkið þar og mikilvægi þess að ganga ávallt vel um náttúruna.

Heimilisfræði í 4.bekk

4.bekkur lætur ljós sitt skína í heimilisfræði!

heimilisfraedi12sept

Nemendur lærðu m.a. um mikilvæg atriði í eldhúsinu og hrærðu svo í gómsætar kókoskúlur eins og ekkert var!“

Orkan okkar

 • IMG 0034
 • IMG 0828
 • IMG 0876
 • IMG 0878
 • IMG 0943
 • IMG 0948
 • IMG 0951
 • lego1
 • lego2
 • lego3
 • lego4

Undanfarnar vikur hafa nemendur í 7. bekk kynnt sér undraheima orkunnar í hópavinnu. Þeir hafa m.a. hannað úr Legó-kubbum orkuver sem ganga fyrir vindi, vatni og sólarljósi. Nemendur velta fyrir sér hugtökum eins og „grænni orku“, endurnýjanlegi orka, orkusparnaði, orkubreytingum, sjálfbærni o.fl.. Í lok mánaðarins munu nemendur síðan kynna niðurstöður allra hópa.