Rýmingaráætlun

Eldvarnar og rýmingaráætlun

Þegar brunakerfi skólans fer í gang á kennari að vera tilbúinn að bregðast rétt við. Hann gefur nemendum strax skýr fyrirmæli um hvað beri að gera. Ef kerfið stoppar áður en mínúta er liðin á ekki að fara út. Kennari metur hvort nemendur fara í skó og yfirhafnir (á æfingum gera þeir það) en þeir eiga ekki að taka neitt annað með sér. Nauðsynlegt er að kennari hafi bekkjarlista á vísum stað og taki með út. Allir verða að vita hvar á skólalóðinni bekkirnir eiga að safnast saman.

Brunaæfing, með þátttöku allra nemenda og starfsmanna skólans, fer fram einu sinni til tvisvar á skólaárinu í samvinnu við Slökkvilið Reykjavíkur. Reglulega þarf að endurskoða eldvarnar- og rýmingaráætlun skólans í samvinnu við eldvarnareftirlitið. Áætlað er að festa í sessi sérstakan forvarnardag þar sem allir nemendur æfa rýmingu vegna bruna og æfi rétt viðbrögð við jarðskjálfta.