Fundargerðir

2. fundur 2017-18

Fundur í skólaráði 25.10.2017

Mættir voru: Björgvin Þór Þórhallsson skólastjóri, Helga Pálmadóttir aðstoðarskólastjóri, Margrét Berndsen og Hulda Guðrún Gunnarsdóttir fulltrúar kennara og Halldór Einarsson fulltrúi starfsmanna, Haukur Gunnarsson og Sara Lind Pálmadóttir Skowronski fulltrúar nemenda.  Katrín Oddsdóttir, María Rán Guðjónsdóttir og Ína Dögg Eyþórsdóttir fulltrúar foreldra. Silja Traustadóttir fulltrúi grenndarsamfélagsins og Heimir Örn Herbertsson formaður foreldrafélags Melaskóla.

1. fundur 2017-18

Fundur í skólaráði 12.9.2017

Mættir voru: Björgvin Þór Þórhallsson skólastjóri, Helga Pálmadóttir aðstoðarskólastjóri, Margrét Berndsen fulltrúi foreldra og Halldór Einarsson fulltrúi starfsmanna, Sveinbjörn J. Tryggvason fulltrúi foreldra, Katrín Oddsdóttir fulltrúi foreldra, María Rán Guðjónsdóttir fulltrúi foreldra og Heimir Örn Herbertsson formaður foreldrafélags Melaskóla er áheyrnarfulltrúi

4. fundur 2017-18

Fundur í skólaráði 22.11.2017

Mættir voru: Björgvin Þór Þórhallsson skólastjóri, Helga Pálmadóttir aðstoðarskólastjóri, Margrét Berndsen og Hulda Guðrún Gunnarsdóttir fulltrúar kennara og Halldór Einarsson fulltrúi starfsmanna, Haukur Gunnarsson og Sara Lind Pálmadóttir Skowronski fulltrúar nemenda.  Katrín Oddsdóttir og María Rán Guðjónsdóttir fulltrúar foreldra. Silja Traustadóttir fulltrúi grenndarsamfélagsins. Heimir Örn Herbertsson formaður foreldrafélags Melaskóla.

Dagskrá:

  1. Starfsáætlun Melaskóla
  2. Húsnæðismál
  3. frá síðasta fundi um skólabrag, skólareglur og umgengnishætti

7. fundur 2016-17

Aukafundur í skólaráði 22.05.2017

Mætt:Helga Pálmadóttir skólastjóri, Sveinn Bjarki Tómasson aðstoðarskólastjóri, Björg Melsted fulltrúi kennara og Margrét Berndsen fulltrúar kennara, Silja Traustadóttir fulltrúi í foreldrafélags Melaskóla.

Efni: Húsnæðismál.

Ekkert nýtt að frétta af húsnæðismálum Melaskóla. Stuttlega rætt um næstu skref í þeim málum en engar ákvarðanir teknar. Erindi frá stjórn foreldrafélags Melaskóla sem barst til skólaráð móttekið. Erindið varðaði slæma stöðu Melaskóla í húsnæðismálum og aðstöðu í skólanum sem og rekstrarforsendur skólans.

Fundi slitið þar sem fulltrúar foreldra voru ekki mættir og engar nýjar upplýsingar voru sem  vörðuðu erindi fundarins.

Ritari. Björg Melsted

6. fundur 2016-2017

Fundur í skólaráði 11.05.2017

Mætt:Helga Pálmadóttir skólastjóri, Sveinn Bjarki Tómasson aðstoðarskólastjóri, Björg Melsted fulltrúi kennara og Margrét Berndsen fulltrúar kennara, Katrín Oddsdóttir, María Rán Guðjónsdóttir og Sveinbjörn J. Tryggvason fulltrúar foreldra.

Efni: Fjármál og starfsáætlun skólans samkvæmt fundaáætlun og dagskrá funda.

Önnur mál: Umbótaáætlanir sem verið er að vinna að. Starfsfólk næsta vetur. Lóða- og húsnæðismál.

Helga Pálmadóttir fór yfir rekstur Melaskóla. Enn óljóst með fjármagn fyrir næsta skólaár og reiknilíkan Reykjavíkurborgar ekki fullmótað.

Tekið var fram að kennslumagn fyrir Melaskóla hafi verið aukið.

Helga og Sveinn fóru yfir áherslur í starfsáætlun fyrir skólaárið 2017- 2018.

  • Kennslumagn verði sem næst fjárheimildum.
  • Reynt verði að finna svigrúm til að styrkja stjórnun skólans, ráða verkefnastjóra, deildastjóra og námsráðgjafa.
  • Styrkja stoðþjónustu, sérkennslu og stuðning við nemendur.
  • Viðhalda öflugli gæslu í frímínútum og matssal.
  • Unnið er að því að manna stöður fyrir næsta skólaár.
  • Gert er ráð fyrir sama bekkjarfjölda í skólanum.

Skóladagatal fyrir næsta skólaár var lagt fram og samþykkt án athugasemda.

Farið var yfir stöðuna í húsnæðismálum Melaskóla. Í stuttu máli er engin niðurstaða í því máli og beðið er eftir svörum frá SFS.

Tilkynnt var að SFS hefði ákveðið að fresta fyrirhuguðum lóðaframkvæmdum við Melaskóla í ljósi þess að húsnæðismál væru enn óljós. Beðið verður með lóðaframkvæmdir þar til ákveðið verður hvort og hvar verði byggt við Melaskóla.

Umræður: Fulltrúar foreldra lýstu yfir óánægju með að Melaskóli fengi minnst fjármagn per nemanda vonast til að því verði breytt. Skólaráð hefur áhyggjur af því að ekki hafi enn verið komist að neinni niðurstöðu varðandi hvernig skuli bregðast við miklum þrengslum sem nemendur og starfsfólk búa við í Melaskóla. Eins var mikil óánægja með að framkvæmdum við skólalóð skuli hafa verið fresta í ljósi þess að löngu er tímabært að endurnýja og bæta hana.

Í lokin var lagt til að boðað yrði til auka skólaráðsfundar í ljósi þess að of mörg mál væru enn óleyst. Ákveðið var að boða til fundar 22. maí og fá Silju Traustadóttur sem setið hefur í húsnæðisnefnd fyrir hönd foreldra í vetur.

Ritari. Björg Melsted