Fundargerðir nemendaráðs

4. fundur 2017-18

6.2.2018

Fundarefni: Dagskrá öskudags.

Farið var yfir skipulag síðasta öskudags og rætt hvað hefði heppnast vel og hvort eitthvað mætti gera betur. Almenn ánægja var með myndatökur og limbókeppni en ekki alveg jafn almenn með marseringu í sal. Spurt var hvort jafnvel væri hægt að gera eitthvað annað í salnum en að marsera. Það erindi verður borið áfram. Annars studdi fundurinn mjög svipaða dagskrá og síðasta ár.

Ákveðið var að nemendaráðsfulltrúar fari í bekkjarstofur mánudaginn 12. febrúar, minni á öskudag og hvetji krakkana til að mæta í búningum í skólann.

3. fundur 2017-18

31.10.2017

Mætt: Kristjana, Ellen, Kolbeinn, Sigrún, Ólafur, Sara, Haukur og Stefán

1. Rætt um hugmyndakassana og hvernig nemendaráðsfulltrúar reyni að virkja bekkjarfélaga sína. Fallist var á að reyna að virkja hugmyndakassa enn á ný og ætla fulltrúar að sjá til þess að þeir verði útbúnir mjög bráðlega. Þeir munu einnig sjá um að kynna kassana í sínum bekkjum.

2. Rætt um liði í skólastarfinu sem nemendaráð hefur á einhvern hátt komið að því að skipuleggja. Rætt um „jóló“-daginn, öskudag, sumarskemmtunina og rápdag sem var fyrir einhverjum árum og þótti takast vel. Einnig var rætt um Melapóstinn sem var gefinn út af nemendaráði. Þá var rætt um hugmyndir um að hvetja nemendur til að „skemmta“ öðrum krökkum. Fulltrúar hafa hug á að kíkja á styrktardaginn í Hagaskóla og sjá hvað þar fer fram. Fyrir næsta fund var ákveðið að fulltrúar myndu ræða hugmyndir í sínum bekkjum til að geta á einhvern hátt metið hvað sé sniðugt að gera. Ávallt þarf að taka tillit til yngri nemenda.

3. Hvað brennur helst á nemendum? Fulltrúar þurfa að spyrja krakkana í sínum bekk hvað helst brenni á þeim í sambandi við skólamálin. Allar tillögur að umræðumálum í nemendaráði eiga að fara í póstkassann. Minna þarf á að póstkassinn er hvorki leiktæki né brandarakassi.

4. Fundað verður aftur í næstu viku og metið hvernig gengið hefur.

2. fundur 2017-18

29.9.2017

Mættir: Björgvin skólastjóri, Stefán, Ólafur, Haukur, Sara, Kolbeinn, Rannveig, Þorkell, Kristín, Ellen, Kristjana, Elísabet

Efni: Erindi skólastjóra varðandi hlaupahjól

Björgvin segir frá hugmyndum sínum um nemendaráð og hlutverki þess. Kvartað hefur verið yfir hlaupahjólum að undanförnu. Björgvin minnist á hugmyndir: a) stór kista inni b) geymd úti.

Ólafur: Ekki gott að hafa úti því þá er hægt að taka hjól og leika sér með í frímó.

Ellen: Kistan, hægt að ruglast á hjólum.

Haukur: Sá grind við vegg í skóla fyrir hjólabretti, hægt að læsa.

Kristjana: Hægt að læsa hlaupahjólum með venjulegum lás við grindverk.

Ellen: Geyma niðri á gangi.

Haukur: Hjól detta oft öll

Ellen: Fikt í hjólum

Tillögur ræddar frá hinum ýmsu sjónarhornum. Niðurstaða umræðna var helst sú að staðan væri dálítið ólík eftir húsum. Í eldri byggingu er þetta meira „vandamál“ þar sem stofur eru minni. Í „nýja skóla“ má ef til vill leysa málið án nokkurra aðgerða en þó var rætt nokkuð um að setja upp kistur fyrir hvern árgang.

1. fundur 2017-18

19.9.2017

Mættir allir aðal- og varamenn, Kristjana og Þorkell Breki komust ekki.

1. Fjallað um hlutverk nemendaráðs og ábyrgð fulltrúa. Stutt kynning á hefðbundnum verkefnum.

2. Fulltrúar kynna sig. Segja frá því hvers vegna þeir vildu starfa í nemendaráði.

3. Fulltrúar ráðsins í skólaráð valdir. Allir aðalfulltrúar 7. bekkja lýstu sig reiðubúna. Fundurinn samþykkti jafna kynjaskiptingu og því varð Sara Lind Pálmadóttir sjálfkjörin. Drengirnir þrír drógu spil um hver myndi verða annar fulltrúi og kemur það í hlut Hauks Hólm Gunnarssonar. Stefán Smári og Ólafur Steinn verða varamenn þeirra.

Næst verður fundað í næstu viku og þá mæta einungis aðalmenn.

3. fundur 2016-17

11.11.2016

Mætt: Þórdís, Konráð, Hildur Jara, Tómas, Margrét, Hólmfríður, Helena, Árni, Halldór, Jórunn og Dagur.

Björgvin skólastjóri mætti á fundinn til að ræða um fyrirhugaðar breytingar á skólalóð en lóðin verður tekin í gegn fyrir næsta skólaár. Hann kynnti nemendum stýrihóp eða nefnd sem mun hittast, halda fundi og ákveða hvað skuli gera. Í nefndinni munu verða fulltrúar starfsfólks, foreldra og nemenda. Eftir nokkrar umræður var óskað eftir því að nemendur byðu sig fram til að vera í nefndinni og óskaði skólastjóri þess að fulltrúar nemenda yrðu tveir. 4 buðu sig fram, 2 úr 5. bekk og 2 úr 6. bekk en krakkarnir voru sammála um að eðlilegra væri að fulltrúar þeirra bekkjadeilda væru í nefndinni þar sem 7. bekkingar yrðu farnir úr skólanum þegar breytingarnar yrðu. Ákveðið var að hafa jafna kynjaskiptingu og einn fulltrúi yrði úr hvorum árgangi. Frambjóðendur ákváðu að fara í „skæri, blað, steinn“ til að velja fulltrúana og varð niðurstaðan sú að Dagur úr 5.JÓ og Jórunn úr 6.DGH verða fulltrúar nemenda.

Ákveðið var að funda aftur í næstu viku.