Heilsugæsla

LÚS Í HÁRI ‐ HÖFUÐLÚS

Lúsin gerir það ekki endasleppt og sí og æ berast tilkynningar um tilveru hennar. Það er borin von um að breyting verði á og þessvegna þurfum við að venjast því að kemba reglulega, hvort sem grunur um lúsasmit liggur fyrir eða ekki.  

Svo getum við bara vonað að stutt hár komist fljótlega í tísku.

Linkar um lús og ráðleggingar þar að lútandi:

Other languages:

http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-4547/7777_read-27054/ 

Danskt myndband:

www.farvellus.dk

Sýnikennsla í kembingu:

https://www.youtube.com/watch?v=zY4Nvab6uLM

Landlæknir:

http://www.landlaeknir.is/smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item12489/Hofudlus-(Pediculus-humanus-capitis)

Heilsugæslan:  

 http://www.heilsugaeslan.is/fraedsla/veikindi/lus/

Heilsugæslan í Melaskóla er á vegum Heilsugæslunnar á Seltjarnarnesi. Skólahjúkrunarfræðingur er Jóhanna Sigtryggsdóttir og er viðvera hennar sem hér segir:

Mánudaga: 8:00-12:00

Þriðjudaga: 9:15-12:00

Miðvikudaga og fimmtudaga: 8:00-14:00

Föstudaga: 8:00-12:00

Sími 511-7104. Vefpóstur skólahjúkrunarfræðings.

Markmið skólaheilsugæslu eru að börnin fái að vaxa, þroskast og stunda nám sitt við bestu andlegu, líkamlegu og félagslegu skilyrði sem völ er á og í samræmi við þá þekkingu sem um er að ræða á hverjum tíma. Til að svo megi verða er hjúkrunarfræðingur með skipulagða heilbrigðisfræðslu fyrir börnin og má sjá nánar um þá fræðslu á netsíðunni 6h.is.

Heilbrigðisskoðun á nemendum

1. bekkur (6 ára): Mæling á sjón, hæð og þyngd - viðtal.
4. bekkur (9 ára): Mæling á sjón, hæð og þyngd - viðtal.
7. bekkur (12 ára): Mæling á sjón, hæð og þyngd - viðtal. Bólusetning gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum (ein stunga).
Stúlkurnar verða einnig bólusettar gegn HPV veirunni (leghálskrabbamein), sem þarf að endurtaka í tvígang sama vetur.

 

Fylgst er með því að ekki vanti upp á ónæmisaðgerðir og bætt úr ef á vantar (alltaf í samráði við foreldra). Einnig er fylgst náið með börnum sem búa við andleg, líkamleg eða félagsleg frávik.

 

Slys og veikindi

Foreldrar / forráðamenn eru hvattir til að hafa samband við skólaheilsugæsluna ef ástæða þykir til. Einnig skal tekið fram að alltaf er haft samband við foreldra / forráðamenn ef eitthvað virðist athugavert hjá barni sem ekki var vitað um áður svo og ef slys eða óvænt óhöpp verða. Skoðið endilega netsíðuna 6h.is sem er hugsuð fyrir börn og foreldra þeirra.