Eldri Fréttir

Samsöngur 5. okt.

melaskoli64ara 058Fyrsti samsöngur vetrarins er á afmælisdegi skólans, 5. október.
 1. til 4. bekkur eru kl.8:40 og miðstig kl.9:15. Söngtexta fyrir miðstig má finna hér og 1.-4. bekk hér.
Það eru nokkrir lagahöfundar og tónskáld sem eiga stórafmæli á þessu ári en við ákváðum að taka tvö lög eftir Magnús Þór Sigmundsson sem átti 70 ára afmæli fyrir stuttu. Yngri nem. syngja lagið Álfar og þeir eldri syngja lagið Jörðin sem ég ann.
Einnig hvetjum við ykkur til að hlusta á skólasönginn okkar, og syngja með.
Hér má hlusta á lagið:
 
Melaskóli
Lag: Gunnar Gunnarsson
Ljóð: Ólafur Jóhannsson
Í Melaskólann stelpur streyma
og strákar, enginn situr heima,
því oftast þykir öllum gaman
svo ágætt að vera hérna saman.
Í skóla vinir öll við erum,
þar okkar besta jafnan gerum,
og öðru fólki virðing veitum
en visku, færni’og þroska leitum.
Melaskóli, skólinn kæri,
í skjóli þínu mest ég læri.
Fyrsti, annar, þriðji, fjórði,
fimmti, sjötti, sjöundi bekkur
hvert ár með þér ómissandi hlekkur
í einstakri keðju, sérstakt tækifæri.
Við þurfum fyrst að læra’ að lifa
svo lærum við að reikna’ og skrifa
en líka sérhvert líf að virða,
um landið okkar vel að hirða.
En tíminn alltaf áfram líður
því aldrei situr hann og bíður.
Loks taka bernskuárin enda,
samt enn við munum kveðju senda:
Melaskóli, skólinn kæri,
í skjóli þínu mest ég læri.
Fyrsti, annar, þriðji, fjórði,
fimmti, sjötti, sjöundi bekkur
hvert ár með þér ómissandi hlekkur
í einstakri keðju, sérstakt tækifæri.