Eldri Fréttir

Barnamenningarhátíð

  • BD8B457A-4E10-42B8-8171-1DB9AE0D35FB
  • barnamenning1
  • barnamenning2
  • barnamenning3
  • barnamenning4
  • barnamenning5
  • barnamenning6
  • barnamenning7
  • barnamenning8

 Í tilefni af Barnamenningarhátíð hittust nemendur í  1. bekk á sal og sungu lagið Meistari Jakob á þeim tungumálum sem töluð eru í árganginum sem eru tíu talsins. Alls má finna 29 tungumál í Melaskóla. Svava tónmenntakennari æfði upp lögin með nemendum og stýrði svo samsöngnum af mikilli list.  

Nemendur í 6. bekk fengu sænsku danskennarana Theu og Sofiu sem ganga undir listamannsnafninu Blauba í heimsókn. Skóladagurinn byrjaði á músík og danssýningu í skálanum okkar sem endaði uppá sal í dansnámsskeiði.

Nemendur í 4. bekk löbbuðu í Hörpu þar sem Barnamenningarhátíð var sett með pompi og pragt með troðfullum Eldborgarsal af 4. bekkingum úr grunnskólum borgarinnar.

Á föstudag, 20.4. stendur Selið/frístundin fyrir miklum tónlistarviðburði hérna í skálanum í Melaskóla kl. 15:00 – 16:30 í tilefni Barnamenningarhátíðar.

Að lokum viljum við þakka fyrir veturinn og óska ykkur gleðilegs sumars en á morgun er sumardagurinn fyrst, sem er frídagur.