Eldri Fréttir

blar april

Blái dagurinn er nú haldinn hátíðlegur á Íslandi í fimmta sinn en honum er ætlað að vekja athygli á einhverfu og málefnum einhverfra barna.  Blái liturinn hefur fest sig  í sessi sem litur einhverfunnar um allan heim  og því eru allir hvattir til að halda upp á daginn með okkur í Melaskóla með því að klæðast bláu þann 6.apríl næstkomandi.

Það er Blár apríl-Styrktarfélag barna með einhverfu sem stendur fyrir deginum eins og undanfarin ár.  Markmið bláa dagsins er að fá landsmenn til að sýna einhverfum stuðning sinn.  Með aukinni vitund og þekkingu á einhverfu byggjum við upp samfélag sem er betur í stakk búið til að skilja þarfir einhverfra, virða framlag þeirra til samfélagsins og meta fjölbreytileikann að verðleikum. Á heimasíðunni www.blarapril.is er að finna kynningar- og fræðsluefni um einhverfu.

Sýnum lit og klæðumst BLÁU föstudaginn 6.apríl.  Fögnum fjölbreytileikanum-því lífið er blátt á mismunandi hátt!