Eldri Fréttir

Stóra upplestrarkeppnin

  • lestur
  • lestur0
  • lestur1
  • lestur2
  • lestur3
  • lestur4

Stóra upplestrarkeppnin í Melaskóla fór fram í gær á Sal skólans.

Tólf framúrskarandi lesarar úr 7. bekk tóku þátt í keppninni. Dómnefndin sem í sátu Soffía Stefánsdóttir, Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og Heimir Örn Herbertsson fékk það erfiða hlutverk að velja þrjá nemendur sem verða fulltrúar Melaskóla í lokakeppninni í Ráðhúsinu.

Við athöfnina léku nemendur í 7. bekk á hljóðfæri og áheyrendur sungu með undir stjórn tónmenntakennara. Framkoma keppenda, hljóðfæraleikara og áheyrenda var til mikillar fyrirmyndar