Eldri Fréttir

Hversu hratt er nógu hratt?

hradlesturNú er að hefjast hraðlestrarnámskeið í 5. -7. bekk og fengu nemendur afhent hefti í dag (27.feb.) með hraðlestraræfingum. Fyrirkomulagið er þannig að nemendur lesa upphátt í eina mínútu í senn (þrisvar sinnum) og sá sem hlustar heima tekur tímann og skráir þann fjölda orða sem lesinn er í hverri umferð. Æfingaheftið er haft heima þar til búið er að lesa í 16 daga.

Mikilvægt er að samhliða hraðlestrinum eigi nemendur sína lestrarstund heima þar sem lesið er í hljóði. Í skólanum köllum við það yndislestur.

Margt er rætt og ritað um lestur þessa dagana og langar okkur að benda áhugasömum á grein Rannveigar Oddsdóttur, Hversu hratt er nógu hratt? – Tengsl lestrarhraða, lesfimi og lesskilnings, sem birtist í vefritinu Skólaþræðir. http://skolathraedir.is/2018/02/21/hversu-hratt-er-nogu-hratt/

Það er ósk okkar kennara í 5.-7. bekk að hraðlestraræfingarnar verði ein af mörgum leiðum til að efla lesfimi nemenda ásamt því að styrkja góð samskipti heimilis og skóla.