Eldri Fréttir

Jólaskemmtun 20. des.

jolasveinavisur

Senn líður að jólum og síðasta skóladag fyrir jólafrí, miðvikudaginn 20. desember, höldum jólaskemmtanir í Melaskóla. Vegna fjölda nemenda höldum við fjórar skemmtanir enda komast ekki fleiri fyrir. Sem fyrr getum við því miður ekki boðið foreldrum að koma vegna plássleysis. Við dönsum því án foreldra þennan dag. Á hverri skemmtun er fyrst gengið í kringum jólatréð í Skálanum og að því loknu förum við upp í hátíðarsal skólans þar sem 3. og 7. bekkur bjóða uppá leiksýningar.

Þessi dagur er ekki hefðbundinn skóladagur því að hver bekkur mætir aðeins á eina jólaskemmtun með sínum kennara og eftir það fara nemendur heim í jólafrí. Annað gildir þó um nemendur 7. bekkja en þeir hafa það hlutverk að sýna jólaleikrit á öllum fjórum skemmtununum. Við munum sjá þeim fyrir mat og drykk þennan mikla sýningardag. Gert er ráð fyrir að hver skemmtun taki u.þ.b. eina og hálfa klukkustund og það væri gaman ef nemendur mæta prúðbúnir þennan dag.

Leiðrétt Tímasetningar eru eftirfarandi:
KL. 9:00 – 10:30 1. ÞA, 2. EHV, 3. HGG, 4. BM, 5. SB, 6. EÍ
Kl. 11:00 – 12:30 1. EÆ, 2. EGu, 3.EG, 4. HJ, 5.MEV, 6. EB
Kl. 13:00 – 14:30 1.HE, 2.IG, 3. GRS, 4. VÓ, 5.ÞH, 6.JÓ
Kl. 15:00 – 16:30 1.GÞ, 2.LJ, 2. ÞÍ, 3. HJó, 4.HLG, 5.EP, 6.AG

Mikilvægt er að nemendur mæti tímanlega og í sínar heimastofur. Best er að mæta í bekkjarstofuna 10-15 mínútum áður en skemmtunin hefst því að svo eiga bekkirnir eftir að koma sér í Skálann.

Skólabíllinn er á ferð þennan dag í og úr Skerjafirði: hann sækir börnin fyrir jólaskemmtun og ekur þeim aftur heim sína venjubundnu leið eftir skemmtun.
Úr Skerjafirði: kl. 8:40 - jólaskemmtun hefst kl. 9:00
kl. 10:40 - jólaskemmtun hefst kl. 11:00
kl. 12:40 - jólaskemmtun hefst kl. 13:00
kl. 14:40 - jólaskemmtun hefst kl. 15:00

Selið og Frostheimar taka við sínum börnum kl. 13:40 eins og á venjulegum skóladegi.