Eldri Fréttir

Jólódagur í fjórða sinn

jolaselur

Fjórða árið í röð stendur nemendaráð Melaskóla fyrir svokölluðum „jóló“ degi. Að þessu sinni verður hann fimmtudaginn 7. desember. Á „jóló“ degi eru nemendur og starfsmenn hvattir til að mæta jólalegir í skólann, til dæmis með jólahúfu, í jólapeysu, með jólalega nælu eða bara jólaskraut í hári. Að þessu sinni verður einnig samsöngur þennan dag. Það er von okkar að allir njóti dagsins og taki þátt í að skapa virkilega skemmtilega stemmningu. Og þó að enn sé langt til jóla er engin ástæða til annars en að vera í jólaskapi.

Að lokum er rétt að minna á að aðventusamsöngurinn er að venju í Skálanum. Yngri nemendur hefja söng kl. 8:40 og eldri nemendur kl.9:15.

Nemendaráð