Eldri Fréttir

Íslenskuverðlun

tinnaogisafold
 
16. nóvember, á degi íslenskrar tungu, fengu þær Tinna í 7. KS og Ísafold Salka í 4. HLG Íslenskuverðlun unga fólksins, við hátíðlega athöfn í Hörpu.
Umsagnirnar um þær eru m.a. svohljóðandi: Ísafold Salka hefur einstakan áhuga á íslenskri tungu, er mjög skapandi og listræn bæði í máli og ritun.
Tinna er mjög dugleg að lesa og mikill lestrarhestur. Upplestur hennar er skýr og greinilegur.
Í ritun er hún mjög skapandi og skrifar lipran og læsilegan texta sem gaman er að lesa og hlusta á.

Björgvin Þór Þórhallsson
skólastjóri Melaskóla