Eldri Fréttir

Kynningarfundir

Kynningarfundir fyrir foreldra eru haldnir í heimsstofu nemenda dagana 28.ágúst - 4. september kl. 8:30-10:00, einn árgangur á dag. Á þessum fundum kynna kennarar fyrirkomulag námsins og starf vetrarins fyrir foreldrum og kosnir eru bekkjarfulltrúar. Þessir fundir hafa reynst kjörinn vettvangur fyrir foreldra til að kynnast og ræða saman um málefni barna sinna s.s. samskipti, útivistartíma, afmæli o.fl. Nemendur á yngra stigi fá gæslu á meðan fundartími er en nemendur á miðstigi mæta í skólann kl. 10:10 viðkomandi fundardag.

Í 1. bekk er foreldrum boðið á sérstakan kynningarfund um skólann og ýmsa þætti er varða upphaf skólagöngu. Kynnt verður starf vetrarins og foreldrar fá tækifæri til að spjalla og bera saman bækur sínar. Kynningarfundurinn fyrir 1. bekk er á hátíðarsal Melaskóla 5. september, frá kl. 17 til 19.