Skip to content

Námsmat

Unnið hefur verið að endurskoðun námsmats til samræmis við aðalnámskrá frá 2011. Stefnt er að
því að hafa námsmat eins fjölbreytt, leiðbeinandi og uppbyggilegt og kostur er. Markmiðið er að
nemendur upplifi námsmatið sem hluta af náminu og eigi alltaf möguleika á að bæta sig. Í
skólanámskrá og bekkjarnámskrá/kennsluáætlun allra árganga kemur fram hvaða viðmið liggja til
grundvallar mati í öllum námsgreinum og þar er gerð nánari grein fyrir aðferðum við námsmat.
 leiðsagnarmat
 munnleg endurgjöf
 símat (vinnuframlag, samvinna, frágangur, ástundun)
 sjálfsmat og jafningjamat
 verkefni (einstaklingsverkefni, hópverkefni)
 vinnubækur
 próf/kannanir (heimapróf, munnleg próf, gagnapróf, formleg próf).

Samkvæmt Aðalnámskrá ber að færa einkunnir nemenda og annan vitnisburð um skólagöngu
þeirra reglulega til skráningar, ekki sjaldnar en árlega.
 Vitnisburður er afhentur tvisvar á ári, í janúar og í júní.
 Í janúar er námsmati fylgt eftir með viðtali kennara við nemanda og foreldra/forráðamenn
hans.
 Í foreldraviðtali í október er farið yfir stöðu nemandans almennt, líðan hans og helstu
markmið sem hann ætlar sér að ná í náminu.
Á vitnisburðarblaði fylgir atkvæðafjöldi á mínútu í lestri frá 1. bekk. Námsmat nemenda sem eru
með einstaklingsnámskrá er í samræmi við hæfniviðmið sem fram koma í einstaklingsnámskránni.