Skip to content

Kennsluhættir

Allir nemendur eiga rétt á kennslu við sitt hæfi sem tekur mið af þörfum þeirra og almennri vellíðan.
Kennarar útbúa kennsluáætlanir fyrir hvern árgang í samræmi við skólanámskrá. Fjölbreyttir
kennsluhættir miða að því að styrkja og efla sjálfsmynd sérhvers nemanda og hvetja til virkrar
þátttöku í öllu skólastarfi. Með fjölbreyttum kennsluháttum er reynt að koma til móts við þarfir
mismunandi einstaklinga og auka líkur á að einstakir nemendur nái að efla styrkleika sína og virkja
þá krafta sem í þeim búa. Áhersla er lögð á að nemendur séu virkir þátttakendur í leik og starfi og
sýni frumkvæði við þekkingarleit. Einstaklingsnámskrár eru gerðar þegar við á í samráði við foreldra
og sérkennara. Í þeim tilgangi að leiða nemendur áfram til aukins þroska er einnig lögð áhersla á
fjölbreytt námsumhverfi þar sem nemendur takast á við áskoranir í námi sínu í samvinnu við
kennara og aðra nemendur. Dæmi um fjölbreytta kennsluhætti eru:

  • aukin áhersla á verklegt nám innan námsgreina
  • þverfagleg þemaverkefni í öllum árgöngum
  • smiðjur
  • hringekja/stöðvavinna innan bekkjardeilda og árgangs
  • útikennsla og vettvangsferðir
  • að efla tjáningu og að nemendur þjálfist í að færa rök fyrir máli sínu
  • að efla jákvæða sjálfsmynd, sjálfstæði og samkennd með nemendum
  • að umsjónarkennarar sérhæfi sig í ákveðnum þáttum innan námsgreina eða námsgreinum.