Skip to content

Bókanir skólaráðs

By Júlíus | febrúar 26, 2021

Á fundi skólaráðs Melaskóla þann 16. febrúar síðastliðinn var farið yfir rekstrarstöðu skólans og tölvukost. Einnig var fjallað um húsnæðismál, skólalóð og aðbúnað og fjölda nemenda í bekkjum. Eftirfarandi bókanir og samþykktir voru gerðar á fundinum: 1.  Húsnæðismál Melaskóla. Skólaráð Melaskóla áréttar enn og aftur þungar áhyggjur sínar af húsnæðis- og aðstöðumálum skólans. Húsnæðið uppfyllir…

Alþjóðlegi móðurmálsdagurinn

By Sveinn Bjarki Tómasson | febrúar 19, 2021

Alþjóðlegur móðurmálsdagur UNESCO er haldinn hátíðlegur nú á sunnudag 21. febrúar. Móðurmálsdagurinn er hluti stærra verkefnis með það að markmiði að viðhalda og vernda öll þau tungumál sem notuð eru af þjóðum heims. Á þessum degi erum við minnt á fjölbreyttan mál- og menningarlegan bakgrunn nemenda okkar og starfsfólks í Melaskóla en nemendur í Melaskóla…

Breyting á skóladagatali

By Sveinn Bjarki Tómasson | febrúar 19, 2021

Tilkynning um breytingu á skóladagatali, starfsdagur verður 17. mars. Samkvæmt skóladagatali 2020-2021 var skráður starfsdagur þann 11. nóvember s.l. en að ósk Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur var honum frestað til að halda samfelldu skólastarfi á tímabili óvissu um þróun mála í covid faraldrinum. Skólaráð Melaskóla hefur samþykkt ákvörðun skólans um að þessi starfsdagur verði 17.…

Vetrarleyfi framundan -Winter break-

By Júlíus | febrúar 19, 2021

Kæru foreldrar/forráðamenn Við minnum á að vetrarleyfi er í skólanum næsta mánudag og þriðjudag, 22. og 23. febrúar, og því engin kennsla. Dear parents/guardians We remind you that there is a winter break at the school next Monday and Tuesday, February 22th and 23th.

Öskudagsgleði

By Júlíus | febrúar 18, 2021

Öskudagurinn var hefðbundinn í Melaskóla og nemendur og starfsfólk í skrautlegra lagi. Yngstu nemendurnir höfðu sinn draugagang og að venju var marserað, farið í limbó og í myndatöku. Gleðin var sannarlega við völd.

Um netöryggi

By Júlíus | febrúar 16, 2021

Netöryggisdagurinn var þann 9. febrúar. Hin stafræna bylting hefur valdið umtalsverðum breytingum á möguleikum fólks til samskipta, til dæmis með tölvupóstum, textaboðum, myndboðum og á samskiptamiðlum. Börnin okkar þurfa að læra á þessa miðla og best er ef við getum verið góðar fyrirmyndir. SAFT hefur gefið út bækling sem inniheldur góð ráð varðandi nettengdan búnað og…

100 daga hátíð

By Sveinn Bjarki Tómasson | febrúar 8, 2021

1. bekkur hélt í dag upp á 100 daga hátíð. Það var einstaklega góð stemmning á göngunum þegar börnin þrömmuðu um allan skólann og létu hressilega í sér heyra. Virkilega gaman var að sjá gleðina í andlitum eldri nemenda sem fögnuðu þeim yngstu með lófaklappi og stuðkveðjum. Þegar búið var að þramma um allan nýja…

Ilmurinn úr eldhúsinu…

By Júlíus | febrúar 3, 2021

Matreiðslukeppni Melaskóla sem 7. bekkur tekur þátt í er mögulega skemmtilegasti tíminn í heimilifræðinni. Þá fá nemendur að spreyta sig á hráefni sem falið er í kassa og þurfa að matreiða úr því spennandi, girnilega og auðvitað bragðgóða máltíð. Dómarar mæta og gefa einkunn fyrir bragð og útlit. Þessir tímar eru afar gefandi fyrir nemendur…

Nemenda- og foreldraviðtöl í Melaskóla (English below)

By Júlíus | febrúar 3, 2021

Nú eru annaskipti, haustönn lýkur og vorönn tekur við. Á þessum tímamótum efnum við til Ég minni á nemenda- og foreldraviðtala sem fara fram á morgun og föstudag. Allir eiga að hafa fengið viðtalstíma nema um annað hafi verið samið. Flest viðtölin eru í fjarfundi, nokkur eru þó símaviðtöl. Á morgun, þann 4. febrúar, er…

Óskilamunir á nýju ári

By Sveinn Bjarki Tómasson | janúar 29, 2021

            Óskilamunir hafa verið flokkaðir og stillt upp í miðrými Kringlunnar (fatahengið). Þar verða þeir fram að vetrarleyfi en eftir það verður allt fjarlægt og gefið til góðgerðarmála. Vinsamlegast kíkið á meðfylgjandi myndir og nálgist það sem ykkur tilheyrir. Nemendur hafa aðgang að þessu rými á skólatíma. Foreldrum er velkomið…