Skip to content

Skóladagatal 2021-22 DRÖG

By Sveinn Bjarki Tómasson | apríl 27, 2021

Hér er að finna ósamþykkt Skoladagatal_Melaskoli_2021-2022.pdf. Dagatalið bíður samþykkis og staðfestingar skóla- og frístundaráðs. Helstu dagsetningar standast þó.

Skólaráðsfundur

By Sveinn Bjarki Tómasson | apríl 17, 2021

Skólaráðsfundur var haldinn 13. apríl sl. en þetta var sjötti fundur skólaársis og er hægt að nálgast fundargerðina hér. Einnig má nálgast frekari uppýsingar um störf skólaráðs hér.

Heimasíða í heimilisfræði

By Sveinn Bjarki Tómasson | apríl 13, 2021

Smellið hér til að komast í heimilsfræði 😉 Nú er komin heimasíða í heimilisfræði þar sem m.a. er að finna fræðsluefni og uppskriftir sem nemendur hafa notað í heimilisfræði en líka aðrar uppskriftir sem gæti verið spennandi að prófa. Munið að æfingin skapar meistarann og ekki gefast upp þótt eitthvað mistakist hjá ykkur. Ef spurningar…

Öflugir skákmenn

By Júlíus | apríl 12, 2021

Í lok mars tók Melaskóli þátt í Íslandsmóti grunnskóla í skák. Með skömmum fyrirvara settum við saman fjögurra manna sveit og sendum til keppni. Foreldrar aðstoðuðu við framkvæmdina og eiga þakkir skildar fyrir það. Skemmst er frá því að segja að okkar menn náðu 2. sæti í mótinu, þrátt fyrir frekar ungan aldur. Þetta er…

Blái dagurinn á föstudag

By Júlíus | apríl 8, 2021

Alþjóðlegur dagur einhverfu var 2. apríl og er apríl mánuður vitundarvakningar um einhverfu ár hvert. Blár apríl, styrktarfélag einhverfra barna, stendur fyrir Bláa deginum og verður hann að þessu sinni föstudaginn 9. apríl. Markmið Bláa dagsins er að fá landsmenn alla til að sýna einhverfum börnum stuðning sinn og fræðast um einhverfu.  Með aukinni vitund…

Skólahald fellur niður

By Júlíus | mars 24, 2021

Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum fellur allt skólahald niður frá og með miðnætti. Því mæta krakkarnir ekki meira fyrir páska. Reiknað er með að skólahald hefjist að nýju miðvikudaginn 7. apríl samkvæmt stundaskrá. Verði einhverjar breytingar þar að lútandi verða þær kynntar síðar. Við óskum nemendum og aðstandendum þeirra gleðilegra páska og…

Sigurvegarar

By Júlíus | mars 15, 2021

Lokakeppni Stóru upplestrarkeppninnar var að þessu sinni haldin í Háteigskirkju fimmtudaginn 11. mars. Þar öttu kappi sigurvegarar úr skólum Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða. Fulltrúar Melaskóla voru þau Guðmundur Flóki Sigurjónsson og Ísafold Salka Búadóttir úr 7. EB. Keppendur lásu kaflabrot úr skáldsögunni Kennarinn sem hvarf eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur, ljóð eftir Kristján frá Djúpalæk og…

Stóra upplestrarkeppnin

By Sveinn Bjarki Tómasson | mars 5, 2021

Stóra upplestrarkeppnin í Melaskóla fór fram í dag á hátíðasal skólans. Búið var að velja þrjá nemendur úr hverjum bekk þ.a. það voru tólf nemendur sem tóku þátt. Þeir lásu sögubrot úr sögunni Þín eigin þjóðsaga eftir Ævar Þór og eitt ljóð að eigin vali. Athöfnin fór einstaklega vel fram, boðið var upp á tónlistaratriði…

Vinnumorgnar

By Júlíus | mars 4, 2021

Í marsmánuði heimsækja 6. bekkingar húsdýragarðinn í Laugardal og fræðast um dýrin. Þessa morgna þarf að mæta mjög snemma í skólann því dýrin þurfa sína þjónustu á réttum tíma og eru ekkert fyrir að sofa út. Krakkarnir hjálpa til við að gefa dýrum og þrífa og fá í leiðinni fræðslu um skepnurnar. Sumir sjá um…

ÓSKILAMUNIR

By Sveinn Bjarki Tómasson | mars 2, 2021

Á morgun, miðvikudag 3. mars verður óskilamunum stillt upp utan dyra – fyrir utan innganginn í Kringluna kl. 13:00-17:00. Eftir morgundaginn verður allt fjarlægt og gefið til góðgerðarmála. Nemendum gefst kostur á að leita Vinsamlegast gefið ykkur tíma til að kíkja eftir því sem hefur týnst.