Skip to content

Foreldrafundur um húsnæði Melaskóla

By Harpa Reynisdóttir | 26. febrúar, 2023

Eins og þið þekkið þá hafa sérfræðingar hjá verkfræðistofunni Eflu verið að skoða ástand skólans okkar í vetur, meðal annars með rakamælingum og sýnatökum. Niðurstöðurnar hafa nú verið kynntar fyrir okkur skólastjórnendum. Það liggur fyrir að mygla greinist á nokkrum stöðum í eldra húsinu, en hins vegar er upprunalegi gólfdúkurinn að verja okkur að mörgu…

Öskudagur í Melaskóla

By Harpa Reynisdóttir | 17. febrúar, 2023

Senn líður að öskudegi og venju samkvæmt verður hann haldinn hátíðlegur hér í Melaskóla. Nemendum er velkomið að mæta í búningum en skilja fylgihluti eins og vopn eftir heima. Skóladagurinn hefst eins og vanalega kl. 8:30 og lýkur á yngra stigi kl. 12:00 (þá tekur frístund við nemendum) og á miðstigi eftir matartíma kl. 10:30.…

Menntabúðir

By Sveinn Bjarki Tómasson | 16. febrúar, 2023

Miðvikudaginn 15. febrúar voru haldnar menntabúðir Vesturbæjarskólanna, Grandaskóla, Hagaskóla, Melaskóla og Vesturbæjarskóla. Markmið menntabúða er að miðla þekkingu og reynslu á jafningjagrundvelli, bjóða upp á tækifæri til að prófa og tileinka sér nýjungar, efla tengslanet og eiga samtal um skólamál. Á Menntahraðstefnumóti kynntu kennarar úr skólunum meðal annars teymiskennslu, áhuga- og verkefnamiðað nám, hugsandi kennslurými…

100 dagar

By Sveinn Bjarki Tómasson | 13. febrúar, 2023

Að venju héldu nemendur í 1. bekk upp á 100 daga skólagöngu í Melaskóla. Börnin fóru í skrúðgöngu um skólann og aðrir nemendur hylltu þau. Þá var myndað tölutáknið 100 í Skálanum og dagurinn helgaður talningaverkefnum.

Appelsínugul veðurviðvörun

By Harpa Reynisdóttir | 6. febrúar, 2023

Eins og staðan er núna er appelsínugul veðurviðvörun á morgun þriðjudag þegar börnin eru á leið í skóla, eða milli 06:00 – 08:00, sjá hér: https://www.vedur.is/vidvaranir/svaedi/rvk Hér eru leiðbeiningar varðandi röskun á skólastarfi fyrir forráðamenn: https://www.shs.is/hvad-get-eg-gert/roskun-a-skolastarfi

Samtöl 2. og 3. febrúar

By Harpa Reynisdóttir | 31. janúar, 2023

Nemenda/fjölskyldusamtöl fara fram í lok þessarar viku. Á fimmtudaginn lýkur skóla kl. 12 – Selið og Frostheimar taka við nemendum í 1.-4.bekk að loknum skóladegi. Á föstudaginn eru samtöl allan daginn – Selið og Frostheimar taka á móti nemendum.  

Réttindaráð Melaskóla

By Sveinn Bjarki Tómasson | 27. janúar, 2023

Í dag fór Réttindaráð Melaskóla í vinnuferð á skrifstofu Unicef. Þar fengu þau örstutt námskeið um Barnasáttmálann  og tækifæri að segja sínar hugmyndir varðandi næsta átak hjá Unicef 💙💙.

Starfsdagur

By Harpa Reynisdóttir | 19. janúar, 2023

Miðvikudaginn 25. janúar er starfsdagur í Melaskóla og því mæta nemendur ekki í skólann þann daginn.  

Janúarbyrjun

By Harpa Reynisdóttir | 28. desember, 2022

2. janúar er starfsdagur í Melaskóla.Skólahald hefst samkvæmt stundaskrá 3. janúar.

20. desember

By Harpa Reynisdóttir | 19. desember, 2022

Á morgun, 20. desember,  er síðasti kennsludagur fyrir jólafrí. Dansað verður í kringum jólatré og haldin litlu jól í heimastofum. Nemendum er velkomið að koma spariklædd og með sparinesti. Skóladagurinn hefst hjá öllum árgöngum kl. 8:30 og lýkur kl. 12:00. Eftir jólafrí  hefst skólahald aftur samkvæmt stundaskrá 3. janúar 2023.