Skip to content

100 daga hátíð

By Sveinn Bjarki Tómasson | febrúar 11, 2022

10. febrúar voru nemendur í Melaskóla búnir að vera 100 daga í skólanum og af því tilefni var haldin svo kölluð 100 daga hátíð hjá 1.bekk.  Á hverjum degi hafa nemendur í 1. bekk talið hversu marga daga þau hafa verið í skólanum og loksins var komið að hundraðasta deginum. Það var ýmislegt skemmtilegt gert…

Netöryggisdagurinn

By Sveinn Bjarki Tómasson | febrúar 8, 2022

Netöryggisdagurinn er 8. febrúar. Við fjöllum um netöryggi jafnt og þétt á skólagöngu nemenda. Meginstefið er: Meðferð lykilorða, persónulegar upplýsingar, samskipti á netinu, hegðun og stafræn spor. Við hvetjum foreldra til að fylgja úr hlaði auknum réttindum barnanna í nettengdum búnaði með samtali og fræðslu. Hér er bæklingurinn Foreldravísir: Hér eru einnig heilræði fyrir foreldra…

Nemenda/foreldrasamtöl

By Sveinn Bjarki Tómasson | janúar 25, 2022

Á mánudag og þriðjudag í næstu viku, 31.janúar og 1. febrúar,  eru nemenda/foreldrasamtöl og verður opnað fyrir skráningar í Mentor á miðvikudaginn 26. janúar. Óvíst er hvort samtölin verði í skólanum eða í gegnum myndspjall. Þróun faraldursins næstu daga sker úr um það. Kjarni samtalanna er líðan nemenda og kynning á leiðsagnarmati sem birt verður…

Lausn myndagátu

By Sveinn Bjarki Tómasson | desember 18, 2021

Lausn myndagátu nemenda: Melaskóli er bestur hér á landi. Að vera saman/glaður/glöð er frábært. Hér eru nöfn þeirra sem leystu gátun rétt: Agla 4. TGG Daði 6. BM Ástríður 5. ÓS Eysteinn Ari 3. AS Emil Björn 7. GRS Kristín Laufey 5. EB Margrét Sólveig 4. TGG Vala 4. TGG Arí Gísli 4. TGG Heiðar…

Dagur íslenskrar tungu

By Sveinn Bjarki Tómasson | nóvember 16, 2021

Dagur íslenskrar tungu er íslenskur hátíðardagur og er 16. nóvember tileinkaður sérstaklega íslensku. Í ár er dagurinn hluti af þemadögum í Melaskóla en þá er hefðbundin kennsla lögð til hliðar. Hver árgangur er með sitt þema og í þetta sinn eru verkefnin óvenju ólík en eiga það öll sameiginlegt að íslenskan er í umfjöllunarefnið í…

Jón Pétur skólastjóri og 600 krakka kakan.

Melaskóli 75 ára

By Sveinn Bjarki Tómasson | október 5, 2021

Nemendur og starfsfólk í Melaskóla fögnuðu 75 ára afmæli skólans í dag. Hátíðarhöldin hófust með yndislegum morgunsöng í skála undir stjórn Svövu Maríu. Nemendum var boðið uppá pizzu í hádeginu og endað dagurinn með 600 krakka köku og drykk þar sem starfsfólk og stjórnendur skólans sáu um að deila til allra. Takk fyrir góðan og…

Samsöngur

By Sveinn Bjarki Tómasson | september 30, 2021

Þá er komið að samsöng í Melaskóla! Þriðjudaginn 5. október fagnar skólinn 75 ára afmæli og verður samsöngur í Skála af því tilefni. 1.-4. bekkur syngur saman og svo 5.-7. bekkur saman. Hér eru textablöðin: Yngri nemendur 1.-4. bekkur Eldri nemendur 5.-7. bekkur Því miður getum við ekki boðið aðstandendum að koma en ykkur verður…

Norræna skólahlaupið

By Júlíus | september 29, 2021

Fimmtudaginn 30. september fer fram Norræna skólahlaupið. Hlaupið hefur verið fastur liður í skólastarfinu í mörg ár og að venju verður hlaupið á Ægisíðunni. Við viljum minna nemendur á að mæta í þægilegum hlaupafatnaði.

Vettvangsferðir í 5. bekk

By Sveinn Bjarki Tómasson | september 16, 2021

Nú á fyrstu vikum skólans hefur 5. bekkur kynnst landfræðilega hluta grenndarsamfélags Melaskóla m.a. í vettvangsferð í grenndarskóg Melaskóla sem er Hólavallagarður. Þangað fóru nemendur að rannsaka það stóra og smá og þreyttu ljósmyndamaraþon þar sem þau tóku m.a. myndir af ólíkum fléttum, trjá-, og mosategundum. Heimsótt voru leiði þekktra Íslendinga t.d. Kjarval, Muggur, Jón…

Skólasetning Melaskóla

By Sveinn Bjarki Tómasson | ágúst 9, 2021

Uppfærð dagskrá skólasetningar vegna sóttvarnarráðstafana. Reynt er að lágmarka umferð foreldra en öllum sem finnst betra að mæta með barninu sína mæta. Það þarf að vera með grímu, gæta að sóttvörnum og viðhafa 1m regluna.  1. bekkur fer í einstaklingsviðtöl mánudaginn 23.8. og þriðjudaginn 24.8. 2. bekkur mætir í Skálann kl. 9:00 og fer svo…