Skip to content

Ævintýri á aðventunni

By Stjornandi | desember 18, 2018

Aðventan í Melaskóla einkennist af undirbúningi. Á öllum hæðum syngja börnin jólalög, æfa dans og sýna leikrit tengd árstímanum í fortíð og nútíð.  Það er ánægjulegt hvað foreldrar eru duglegir að koma í heimsókn. Gleði og eftirvænting  lýsir skólastarfinu best.

Helgileikur

By Stjornandi | desember 11, 2018

Nemendur í 4. bekk sýna helgileik í Neskirkju ár hvert. Nemendum og foreldrum er boðið að horfa á leiksýninguna og taka þátt með söng. Jólabarnið lag eftir Magnús Pétursson fyrrum söngkennara við skólann er m.a. sungið. Í 600 barna skóla þarf fjórar sýningar til að anna eftirspurn.

Samsöngur á aðventu

By Stjornandi | desember 7, 2018

Aðventusamsöngurinn tókst ljómandi vel, það var góð stemmning og fyllti fallegur söngur Skálann. Aðstandendur fjölmenntu og skipar þessi samsöngur stóran sess hjá börnum, starfsfólki og foreldrum sem finnst jólin mega koma eftir hann.

Ný heimasíða

By Stjornandi | nóvember 30, 2018

Velkomin á nýja heimasíðu Melaskóla. Við vonum að vel hafi tekist til og síðan muni gagnast nemendum, aðstandendum, starfsfólki og öllum öðrum vel. Hikið ekki við að hafa samband ef vart verður við hnökra eða þið viljið koma með góðar ábendingar. Gamla síðan verður aðgengileg enn um sinn en þó aðeins tímabundið.

Baðstofustemning

By Stjornandi | nóvember 28, 2018

Það er góður siður að hlýða á upplestur í skammdeginu og af nógu er að taka þegar nær dregur jólum. Við höfum fengið rithöfunda í heimsókn og hafa þeir lesið fyrir nemendur í Skálanum, nokkur hundruð börn í einu,  vel gert hjá þeim. Að þessu sinni komu: Bjarni Fritzson og kynnti bókina sína Orri óstöðvandi,  Ævar Þór…

Jólabarnið

By Stjornandi | nóvember 26, 2018

Ein af hefðum Melaskóla í desember er að syngja Jólabarnið eftir Jóhannes úr Kötlum. Lagið samdi Magnús Pétursson sérstaklega fyrir nemendur Melaskóla á sínum tíma og að venju verður það sungið í aðventusamsöng sem að þessu sinni verður 5. desember. Samsöngur yngri nemenda hefst kl. 8:40 en eldri nemendur hefja söng kl. 9:15. Hér getið þið hlustað á lag…

Þemadagar á degi íslenskrar tungu

By Stjornandi | nóvember 23, 2018

Krakkarnir 2. bekk föndruðu töfragleraugu. Þau lásu Hetjubókina um hana Sólu sem þarf að fá gleraugu, upplifir sig öðruvísi og verður lítil í sér. Hún kallar gleraugun því töfragleraugun og finnur fljótt að hún er bara hún sjálf þrátt fyrir gleraugun, einstök á sinn hátt. Hún sér nú betur og endar með að bjarga skólafélögum…

Tónleikar í skála

By Stjornandi | nóvember 23, 2018

Það var hressandi byrjun á góðum föstudegi að fá lúðrasveit Vesturbæjar í heimsókn. Þau héldu tvenna tónleika í skálanum fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Spiluðu brot af því besta og jólalög í bland.“

Börnin tefla

By Stjornandi | október 8, 2018

Börn í 4. bekk eru í skákkennslu. Það er Bragi Þorfinnsson sem sér um kennsluna. Stundum tefla þau á stóra skákborðinu, Það finnst þeim skemmtilegt.