Skip to content

Skólinn – líkamsrækt heilans?

By Sveinn Bjarki Tómasson | mars 26, 2019

Í Melaskóla vinnur starfsfólk út frá aðferðarfræði Shirley Clarke um leiðsagnarmat/leiðsagnarnám. Hluti af því er að hjálpa nemendum að skilja að heilinn virkar á svipaðan hátt og vöðvi, þegar hann er notaður styrkist hann og eflist. Í hvert sinn sem nemendur öðlast nýja hæfni verða til nýjar brautir í heilanum. Hér  má sjá myndband um…

Stóra upplestrakeppnin

By Sveinn Bjarki Tómasson | mars 21, 2019

Allir nemendur í 7. bekk taka þátt í Stóru upplestrakeppninni og í síðustu viku voru valdir tólf nemendur úr hópnum. Þessir 12 nemendur kepptu svo í sal skólans á miðvikudag. Athöfnin var mjög ánægjuleg og allir keppendur stóðu sig einstaklega vel. Nemendur úr 7. bekk og jólahljómsveitin sáu um tónlistaratriði meðan dómnefndin réð ráðum sínum.…

Upplýsingamennt

By Sveinn Bjarki Tómasson | mars 20, 2019

Þegar nær dregur vori erum við að undirbúa kynningar fyrir foreldra. Í 6. bekk gera börnin vefsíðu um Norðurlönd og svo eru það hin hefðbundnu húsdýraverkefni og fuglaverkefni í 2. og 3. Fyrr í vetur forrituðu börn í 4. bekk þjarka byggða úr Legókubbum.

ÖSKUDAGUR

By Sveinn Bjarki Tómasson | mars 7, 2019

Nemendur og starfsfólk héldu upp á öskudaginn í skólanum. Draugagangurinn á fyrsta gangi var vinsæll að venju. Það var líka heilmikið fjör í marseringunni í íþróttasalnum og limbókeppninni í nýja skóla. Allir bekkir fóru svo í  myndatöku uppi í hátíðasal. Búningar voru sannarlega litríkir og fjölbreyttir og ljóst að margir höfðu lagt mikið í herlegheitin.

Öskudagur

By Sveinn Bjarki Tómasson | mars 5, 2019

6. mars. er öskudagur sem merktur er á skóladagatali sem („Öda“ = öðruvísi skóladagur).  Það þýðir að nemendur eru ekki fullan skóladag í skólanum, miðstigið er kl. 8:30-10:50 og yngra stigið kl. 8:30 – 12:00. Mikilvægt er að börnin mæti stundvíslega þar sem dagskráin er stíf og nauðsynlegt að tímasetningar haldi. Börnin mega mæta í…

Lestrarátak Ævars og ein gjöf

By Sveinn Bjarki Tómasson | mars 4, 2019

Lestrarátaki Ævars er lokið. Í kassanum okkar inni á bókasafni voru 269 lestrarmiðar barna og 12 lestrarmiðar foreldra. Ég dró út þrjá miða og fengu þeir nemendur bók að gjöf og að sjálfsögðu fara miðarnir þeirra líka áfram til Ævars. Allir nemendur í 1. bekk fengu bók að gjöf frá IBBY, sem eru frjáls félagasamtök áhugamanna…

Dagur móðurmálsins

By Sveinn Bjarki Tómasson | mars 1, 2019

Þann 21. febrúar var alþjóðlegi móðursmálsdagurinn. Nemendur í 3. og 4. bekkur fengu boð frá Veröld – húsi Vigdísar að taka þátt í skemmtilegu tungumálaverkefni sem fólst í því að búa til orðafoss. Skemmtilegar umræður um orð, þjóðerni, ættfræði og fyrrum heimkynni spruttu fram og voru börnin sérlega áhugasöm um að spreyta sig á að…

Kennarar í heimsókn

By Sveinn Bjarki Tómasson | febrúar 26, 2019

Hópurinn sem tekur þátt í Erasmus verkefninu heimsótti Melaskóla í vinnuferð til landsins. Verkefnið lýtur að markvissri vinnu gegn hvers kyns einelti með því að efla hugrekki, vináttu, virðingu, umburðalyndi, félagsfærni og sjálfseflingu. Þau skoðuðu Olweusar verkefnið, Vinaliðaverkefnið og vinabekkina sem eru úti á skólalóð. Þau fóru jafnframt í heimsókn í Vísindasmiðjuna.  

Vetrarfrí

By Sveinn Bjarki Tómasson | febrúar 22, 2019

Það verður vetrarfrí í grunnskólum Reykjavíkurborgar mánudaginn 25. febrúar og þriðjudaginn 26. febrúar. Að því tilefni verða ýmsir viðburðir fyrir alla fjölskylduna um og eftir helgi. Nánari upplýsingar  hér: Dagskrá

Fyrrum námsmeyjar úr Melaskóla vinna til verðlauna

By Sveinn Bjarki Tómasson | febrúar 4, 2019

Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, afhenti Íslensku bókmenntaverðlaunin 2018, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 29. janúar. Verðlaun eru veitt í flokki fræðibóka og barna- og unglingabóka og fagurbókmennta. Í ár unnu tvær fyrrum námsmeyjar úr Melaskóla í tveimur af þremur flokkum. Bekkjarsysturnar Sigrún Eldjárn og Þóra Ellen Þórhallsdóttir, úr útskriftarárgangi 1967, hlutu verðlaun í…