Skip to content

Melaskólahlaupið

By Sveinn Bjarki Tómasson | maí 24, 2019

Nemendur hlupu Melaskólahlaupið í blíðskaparveðri á Ægisíðunni. Nemendur í 1.-4. bekk hlupu 2,5 km eða 5 km og nemendur í 5.-7. bekk hlupu 5 km eða 10 km.

Vinaliðar

By Sveinn Bjarki Tómasson | maí 24, 2019

Vinaliðar í Melaskóla vinna gegn einelti með því að bjóða upp á jákvæða afþreyingu á skólalóðinni í frímínútum. Nokkrir nemendur stóðu vaktina þetta skólaár og er svokallaður þakkardagur fyrir þau. Eins og sjá má var farið í Klifurhúsið. Takk fyrir vel unnin störf.

Tónmenntaval

By Sveinn Bjarki Tómasson | maí 20, 2019

Nú eru nemendur í 1. bekk í tónmenntavali í hálfu tímunum. Þar kennir ýmissa grasa og finnst nemendum spennandi að velja sér viðfangsefni. Hver 40 mínútna tími endar svo á „Val-tónleikum“ þar sem nemendur sýna það sem þeir hafa verið að vinna í tímanum.

Skólahljómsveit Vesturbæjar

By Sveinn Bjarki Tómasson | maí 10, 2019

Skólahljómsveit Vesturbæjar kom í heimsókn og var með tónleika í Skálanum.  Það heyrðist á göngum skólans að lag úr Stjörnu stríðs bíómyndunum hefði algjörlega slegið í gegn, takk skólahljómsveit!

Sýnishorn af skóladegi

By Sveinn Bjarki Tómasson | maí 8, 2019

Væntanlegir 1. bekkingar komu í skólann í gær. Þau sátu kennslustund, fóru í frímínútur og skoðuðu skólahúsnæðið. Föngulegur hópur sem við hlökkum til að fá til okkar næsta haust.

Heimsóknir

By Sveinn Bjarki Tómasson | maí 6, 2019

Nemendur í leikskólanum Ægisborg komu í heimsókn í dag, afskaplega efnileg börn. Á morgun koma væntanlegir nemendur í 1. bekk til að kynnast skólastarfinu örlítið og húsnæðinu. Við hlökkum til að taka á móti börnunum sem skipa svipaðan sess og lóan í hugum okkar.

Páskar

By Sveinn Bjarki Tómasson | apríl 12, 2019

Páskaleyfi hefst mánudaginn 15. apríl og kennsla hefst aftur skv. stundaskrá miðvikudaginn 24. apríl. Þriðjudaginn 23. apríl er samstarfsdagur hér í skólanum og því engin kennsla þann dag.

Skákmót Melaskóla, Björnsmót

By Sveinn Bjarki Tómasson | apríl 8, 2019

Nýlega var haldið skákmót í Melaskóla sem gengur undir nafninu Björnsmót. Mikill áhugi var fyrir mótinu og tefldu samtals um 160 nemendur, annars vegar nemendur í 5.-7. bekk fyrri daginn og hins vegar nemendur í 1.-4. bekk seinni daginn. Fyrir tilstilli skákkennara og nokkurra annarra áhugasamra kennara skólans var þetta mót framkvæmanlegt og fá þeir…

Rúsínutónleikar

By Sveinn Bjarki Tómasson | mars 28, 2019

Fimmtudaginn 28. mars kl. 17:30 mun kór Melaskóla bjóða vinum og ættingjum á Rúsínutónleika í Skálanum í Melaskóla. Kórfélagar mæta kl. 17:00. Boðið verður upp á fallega tónlist og gómsætar súkkulaðirúsínur. Í kór Melaskóla eru börn í 2. og 3. bekk og kórnum stýrir Jóhanna Halldórsdóttir, kórstjóri, T.T.S. kennari.  

Framúrskarandi upplestur

By Júlíus | mars 27, 2019

Í gær var lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar kepptu sigurvegarar úr Melaskóla við kollega sína úr nokkrum öðrum skólum. Þau Daði, Írena Ósk og María Sara stóðu sig svo sannarlega vel og reyndar svo vel að dómnefnd taldi tvö þau fyrrnefndu fremst meðal jafningja. Daði telst því sigurvegari Stóru upplestrarkeppninnar að þessu…