Skip to content

Frábær samsöngur

By Sveinn Bjarki Tómasson | 5. desember, 2022

Það var hlýleg og skemmtileg stund sem við áttum saman sl. föstudag  þar sem fallegur söngur fyllti Skálann í  aðventusamsöng. Aðstandendur fjölmenntu og skipar þessi samsöngur stóran sess hjá börnum, starfsfólki og foreldrum sem finnst jólin mega koma eftir hann.

Jólaföndur Melaskóla

By Harpa Reynisdóttir | 26. nóvember, 2022

Í dag, laugardaginn 26. nóvember, verður hið árlega jólaföndur Melaskóla loks haldið aftur innan veggja skólans. Hægt verður að kaupa skemmtilegt föndur og eiga notalega stund saman í skólanum. 7. bekkur mun jafnframt bjóða til sölu jólalegar veitingar sem er liður í fjáröflun vegna Reykjaferðar 7. bekkinga næsta vor. 7. bekkur er ekki með posa…

Aðventusamsöngur

By Sveinn Bjarki Tómasson | 24. nóvember, 2022

Aðventusamsöngurinn okkar fer fram föstudaginn 2. desember nk. í skálanum. Yngri nemendur 1.-4. bekkur, syngja kl.8:40 Eldri nemendur 5.-7. bekkur, syngja kl.9:15 Hér eru textablöðin: Yngri nemendur Eldri nemendur

Réttindaráð Melaskóla

By Sveinn Bjarki Tómasson | 18. nóvember, 2022

Fréttir frá Réttindaráð Melaskóla   Árið 2019 varð Melaskóli Réttindaskóli UNICEF síðan þá við hér í Melaskóla unnið með Barnasáttmálann í öllu starfi skólans. Eitt af því er að raddir og skoðanir nemenda fái að heyrast og hafa áhrif.   Í Melaskóla erum við með Réttindaráð sem hittist 2 í mánuði og þar ræðum við um Barnasáttmálann…

Dagur íslenskrar tungu

By Harpa Reynisdóttir | 16. nóvember, 2022

16. nóvember er dagur íslenskrar tungu. Við í Melaskóla leggjum mikla áherslu á lestur og jákvæða upplifun af bókum. Við erum afar stolt af fallega bókasafninu okkar og viljum gera það aðgengilegra ykkur öllum. Því ætlum við að byrja nú á aðventunni með að hafa bókasafnið opið á miðvikudögum kl. 16:00-18:00. Þá eruð þið, fjölskyldur…

Dagur gegn einelti

By Harpa Reynisdóttir | 8. nóvember, 2022

8. nóvember er dagur gegn einelti.   Markmið dagsins er m.a. að efna til umræðu, fræðslu og viðburða til að vinna gegn einelti, hvetja til jákvæðra samskipta og efla vináttu.  Melaskóli er Olweusarskóli og við leggjum áherslu á að nýta Olweusarverkefnið sem eitt af mörgum verkfærum sem við höfum til að skapa jákvæðan skólabrag og til…

Hrekkjavaka

By Harpa Reynisdóttir | 28. október, 2022

Mánudaginn 31. október er Hrekkjavaka í Melaskóla. Nemendur mega mæta í búningum en vopn og grímur skiljum við eftir heima. Margar stofur skólans verða skreyttar í anda hrekkjavökunnar og hver veit nema starfsfólk skólans verði sérstaklega glæsilegt þennan daginn.  Hrekkjavökukveðjur!

Vetrarleyfi

By Harpa Reynisdóttir | 19. október, 2022

Vetrarleyfi verður í  Melaskóla 21. – 25. október Kennsla hefst aftur miðvikudaginn 26. október

Melaskóli 76 ára

By Sveinn Bjarki Tómasson | 3. október, 2022

Kæru vinir! Miðvikudaginn 5. október fögnum við 76 ára afmæli Melaskóla. Samsöngur verður í Skálanum og eru aðstandendur hjartanlega velkomnir að taka þátt. 1.-4. bekkur kl. 8:40 5.-7. bekkur kl. 9:15 Hlýjar kveðjur úr Melaskóla

Jóga og slökun í MELÓ

By Sveinn Bjarki Tómasson | 13. september, 2022

Kæru nemedur í 5. -7. bekk , ykkur er boðið í jóga og slökunartíma. Við erum með tvær tímasetningar fyrir þá sem eru í mat frá 12.10 og þá sem eru að fara seinna í mat. Ef þið komist í jógatíma þá sleppi þið fríminútum. Aðeins 10 nemendur geta komið í hvern tíma. NAUÐSYNLEGT AРSKRÁ SIG. Smella hér…