Skip to content

Foreldrafélag Melaskóla

Almennar upplýsingar

Foreldrafélag Melaskóla er vettvangur allra foreldra/ forráðamanna til að hafa áhrif á skólagöngu barna sinna. Allir foreldrar/ forráðamenn eru félagar í foreldrafélaginu en kosnir eru fulltrúar í stjórn félagsins árlega að hausti.

Foreldrafélag Melaskóla heldur úti Facebook síðu sem nálgast má hér.

Ef þú hefur spurningar eða ábendingar varðandi starf foreldrafélagsins er þér velkomið að hafa beint samband við stjórnarmeðlimi eða senda tölvupóst á formelaskola@gmail.com.

Félagið sér um innheimtu félagsgjalda sem nýtt eru við uppbyggingar- og fræðslustarf innan skólans.

Tilgangur

Tilgangur Foreldrafélags Melaskóla er að sinna hlutverki sínu samkvæmt lögum og gildum Melaskóla og vinna að velferð og vellíðan barna í skólanum, efla og huga að samvinnu foreldra og starfsfólki skólans og koma á framfæri sjónarmiðum foreldra varðandi skólann, menntun og uppeldismál barna.

Virk og sýnileg þátttaka foreldra í starfi félagsins er mikilvæg forsenda þess að vel takist til við að byggja upp góðan skóla.

Verkefni foreldrafélagsins

Jólaföndur

Jólaföndur er haldið um helgi í lok nóvembermánaðar, löng hefð er fyrir því að foreldrar og nemendur safnist saman á þessum tíma til að föndra saman í skólanum. Nemendur 7. bekkjar sjá um veitingasölu og ágóði sölunnar fer til Reykjaferðar. Jólaföndursnefnd ber ábyrgð á undirbúningi og framkvæmd jólaföndurs.

Þrettándagleði

Þrettándagleði er haldin á Þrettándanum með Vesturbæjarskóla, Landakotsskóla og Grandaskóla og í samstarfi við Vesturgarð. Venja er að hafa skemmtun sem lýkur með blysför að Ægissíðu þar sem haldin er þrettándabrenna. Þrettándanefnd ber ábyrgð á undirbúningi og framkvæmd þrettándagleði fyrir hönd Melaskóla.

Vorhátíð

Vorhátíð Melaskóla er haldin á síðasta skóladegi og er fyrir alla nemendur, foreldra og kennara skólans. Það er hefð fyrir því að undir lok síðasta skóladags bjóði skólinn uppá grillaðar pylsur og undanfarin ár hefur foreldrafélagið einnig komið að málum og hjálpað til við skipulagningu hátíðarhalda á þessum degi. Foreldrafélagið hefur boðið upp á útitónleika með þekktum tónlistarmönnum eða skemmtikröftum og jafnframt boðið öllum upp á ís.

Fræðsla

Foreldrafélög grunnskólanna í hverfum vesturbæjar, miðborgar og hlíða eru í samstarfsverkefni sem heitir Fróðir Foreldrar. Þeir sem standa að verkefninu eru fulltrúar foreldrafélaganna, frístundamiðstöðvarinnar, íþróttafélaganna og þjónustumiðstöðin. Fróðir Foreldrar standa fyrir fræðslu um ýmis málefni sem varðar uppeldi barna og unglinga.

Stjórnin 2019 - 2020

Bjarni Magnússon

Steinunn María Stefánsdóttir

  • Gjaldkeri
  • 6638803
  • steinunnms01@gmail.com

Erlendur Már Antonsson

  • Ritari
  • 8679734
  • erlendur.antonsson@gmail.com

Ína Dögg Eyþórsdóttir

  • Samfélagsmiðlar
  • 861 2693
  • inadogg@gmail.com

Fundir

-