Skip to content

Erasmus verkefni í Melaskóla

0aa38585-0755-4b54-b38a-7026755bfc43

Melaskóli er í samstarfi við eftirfarandi Evrópulönd: Danmörku, Finnland, Kýpur, Spán og Ungverjaland, í verkefninu „Sterkari saman“ (e. Together strong and safe). Verkefninu er ætlað að vinna markvisst gegn hvers kyns einelti með því að efla hugrekki, vináttu, virðingu, umburðalyndi, félagsfærni og sjálfseflingu. Fulltrúar landanna safna og miðla því sem nú þegar er verið að gera í skólum þeirra og þróa ný verkfæri fyrir kennara og nærsamfélag. Í Melaskóla er unnið eftir eineltisáætlun Olweusar; börnin taka könnun um viðhorf og líðan hjá „Skólapúlsinum“ og við höfum verið með „Vinaliðaverkefni“ í frímínútum. Nemendur í 7. bekk hafa - með fjarfundabúnaði- spjallað við og deilt upplýsingum um siði, venjur og áhugamál, með nemendum í þáttökulöndunum.
Nánari upplýsingar eru á heimasíðu verkefnisins en þess ber að geta að hún er á ensku.

Nánari upplýsingar

Vefsíða Erasmus+

Bæklingur