Jólabarnið

jolasamsongur2014bEin af hefðum Melaskóla í desember er að syngja Jólabarnið eftir Jóhannes úr Kötlum. Lagið samdi Magnús Pétursson sérstaklega fyrir nemendur Melaskóla á sínum tíma og að venju verður það sungið í aðventusamsöng sem að þessu sinni verður 5. desember. Samsöngur yngri nemenda hefst kl. 8:40 en eldri nemendur hefja söng kl. 9:15. Hér getið þið hlustað á lag Magnúsar sem okkur í Melaskóla þykir svo vænt um:

Lúðraþytur í skála

midsveit des18

Það var hressandi byrjun á góðum föstudegi að fá Skólahljómsveit Vestur- og Miðbæjar í heimsókn. Sveitin hélt tvenna tónleika í skálanum fyrir nemendur og starfsfólk skólans.

Jólaföndur á laugardag

jolafondur18

Hetjur 4. bekkinga

4b hetjur

Fjalla-Eyvindur og Halla ásamt Vilborgu Örnu Gissurardóttur voru hetjur 4. bekkinga á þemadögum. Nemendur skoðuðu fjallahringinn á Ægisíðunni, saumuðu endurnýtanlega poka sem hægt er að fá að láni í Melabúðinni, kynntust sögunni um Fjalla-Eyvind og Höllu og sögu Vilborgar Örnu, bjuggu til fjall og dúkkulísur af Fjalla-Eyvindi og Höllu til að setja þar á. Fjallið fékk nafnið Melfjall eftir kosningu allra í árgangnum.