Skip to content
24 sep'20

Hlaupagikkir á Ægisíðu

Nemendur í 5.-7. bekk tóku daginn snemma og skunduðu á Ægisíðuna til að taka þátt í Norræna skólahlaupinu. Flestir hlaupa 5 km en þeir hressustu fara eflaust 10. Yngri nemendur taka svo við keflinu og hlaupa fram að hádegi.

Nánar
23 sep'20

Norræna skólahlaupið

Norræna skólahlaupið verður á Ægisíðu fimmtudaginn 24. september. Vegna Covid verður nemendum skipt eftir aldri og mæting í hlaupið sem hér segir: 8:30 – 9:50: 5.-7. bekkir 10:10 – 11:30: 1.-4. bekkir Nemendur í 1. – 4.  bekk mega mest fara 5 km (tvo hringi) en nemendur í 5. – 7.  bekk mega mest fara…

Nánar
21 sep'20

Covid-19 og samræmdu prófin í 7. bekk

Fyrir helgi greindist nemandi í 7. bekk með Covid-19 og í framhaldi fór einn bekkur og hluti af öðrum í 7 daga sóttkví sem lýkur með sýnatöku. Samræmdu prófin í 7. bekk sem vera áttu á fimmtudag og föstudag, frestast í öllum árganginum. Stefnt er að því að halda þau 12. og 13. október. Viðkomandi…

Nánar
14 sep'20

Vetrarstarfið kynnt

Hér fyrir neðan er að finna glærusýningar með kynningu á starfi vetrarins í hverjum árgangi. Kynningarnar koma að hluta til í staðinn fyrir foreldrafundina sem haldnir hafa verið í upphafi skólaárs, mörg undanfarin ár. Í þeim er efni um allar námsgreinar sem kenndar eru í viðkomandi árgangi. Farið er yfir hæfniviðmið námsgreina, áherslur og markmið…

Nánar
18 ágú'20

Skólasetning 24. ágúst

Skólasetning 24. ágúst 2020 Á þessum Cóvissutímum neyðumst við til að haga skólasetningunni með öðrum hætti en venjulega. Nú koma nemendur í Skálann án foreldra sinna og einn árgangur í einu. Í Skálanum verður stutt athöfn, nafnakall (bekkir lesnir í sundur) og svo gengið með umsjónarkennurum til stofu. Þar verður farið yfir stundatöfluna og skipulagið…

Nánar