Skip to content
29 sep'21

Norræna skólahlaupið

Fimmtudaginn 30. september fer fram Norræna skólahlaupið. Hlaupið hefur verið fastur liður í skólastarfinu í mörg ár og að venju verður hlaupið á Ægisíðunni. Við viljum minna nemendur á að mæta í þægilegum hlaupafatnaði.

Nánar
07 jún'21

Vorhátíð og skólaslit

Nú líður að skólalokum á þessum vetri sem hefur verið öðruvísi en allir aðrir. Enn eru í gildi takmarkanir á samkomuhaldi þannig að við breytum hefðum og högum skólaslitum Melaskóla í samræmi við þær reglur. Starfsfólk Melaskóla þakkar ykkur fyrir umburðarlyndi og skilning á takmörkuðu aðgengi að skólanum í vetur sem við teljum okkur því miður…

Nánar
21 maí'21

Fundað með umhverfisráðherra

Fimm áhugasamir nemendur Melaskóla fóru á fund með umhverfisráðherra Guðmundi Inga Guðbrandsssyni í Borgarbókasafni í Grófinni að morgni 19. maí, ásamt fulltrúum þeirra skóla sem tekið hafa þátt í LÁN (Listrænt ákall til náttúrunnar) verkefninu í vetur. Á fundinum fór fram samtal ráðherra við þennan flotta hóp. Í anddyri safnsins stendur nú yfir sýning nemenda 2. bekkja Melaskóla sem þau…

Nánar
12 apr'21

Öflugir skákmenn

Í lok mars tók Melaskóli þátt í Íslandsmóti grunnskóla í skák. Með skömmum fyrirvara settum við saman fjögurra manna sveit og sendum til keppni. Foreldrar aðstoðuðu við framkvæmdina og eiga þakkir skildar fyrir það. Skemmst er frá því að segja að okkar menn náðu 2. sæti í mótinu, þrátt fyrir frekar ungan aldur. Þetta er…

Nánar
08 apr'21

Blái dagurinn á föstudag

Alþjóðlegur dagur einhverfu var 2. apríl og er apríl mánuður vitundarvakningar um einhverfu ár hvert. Blár apríl, styrktarfélag einhverfra barna, stendur fyrir Bláa deginum og verður hann að þessu sinni föstudaginn 9. apríl. Markmið Bláa dagsins er að fá landsmenn alla til að sýna einhverfum börnum stuðning sinn og fræðast um einhverfu.  Með aukinni vitund…

Nánar