Reykjaferð 7.bekkinga

Reykir

Dagana 22. – 25. maí s.l. dvöldu nemendur 7. bekkja í skólabúðum að Reykjum í Hrútafirði. Ferðin gekk mjög vel enda nóg um að vera og nemendur önnum kafnir frá morgni til kvölds. Vinátta, virðing og væntumþykja einkennir starfið að Reykjum.

Englar og djöflar

7.ÓS sendi inn lokaverkefni í keppnina um Tóbakslausan bekk 2017-18. Alls sendu 240 bekkir inn verkefni til Landlæknisembættisins. Því miður var Melaskóli ekki í hópi þeirra 10 skóla sem unnu til verðlauna þetta árið. En framlag okkar var engu að síður glæsilegt og hér má sjá það: Englar og djöflar

Hreyfimyndir

Hikmyndir frá þemadögum
Umsjón og kennsla Sonný Þorbjörnsdóttir

Samsöngur 6. júní 2018

samsongur19xx

Samsöngur verður á lokadegi Melaskóla 6. júní klukkan 8:40 hjá 1.-4.bekk og 9:15 hjá 5.-7.bekk. Hér finnið þið söngtexta fyrir samsönginn.  

Samsöngur 1. -4. bekk  |  Samsöngur 5.-7. bekk