Kynningarfundir

Kynningarfundir fyrir foreldra eru haldnir í heimsstofu nemenda dagana 28.ágúst - 4. september kl. 8:30-10:00, einn árgangur á dag. Á þessum fundum kynna kennarar fyrirkomulag námsins og starf vetrarins fyrir foreldrum og kosnir eru bekkjarfulltrúar. Þessir fundir hafa reynst kjörinn vettvangur fyrir foreldra til að kynnast og ræða saman um málefni barna sinna s.s. samskipti, útivistartíma, afmæli o.fl. Nemendur á yngra stigi fá gæslu á meðan fundartími er en nemendur á miðstigi mæta í skólann kl. 10:10 viðkomandi fundardag.

Í 1. bekk er foreldrum boðið á sérstakan kynningarfund um skólann og ýmsa þætti er varða upphaf skólagöngu. Kynnt verður starf vetrarins og foreldrar fá tækifæri til að spjalla og bera saman bækur sínar. Kynningarfundurinn fyrir 1. bekk er á hátíðarsal Melaskóla 5. september, frá kl. 17 til 19.

Út að skapa

utadskapa 1 Small

Skólastarfið hófst af fullum krafti í dag í Melaskóla. Börnin nutu þess að vinna úti í góða veðrinu í smíði og textílmennt þar sem unnið var við að skreyta skólann og búa til allskyns stórkostleg listaverk.

utadskapa 2 Small

Að fara vel með bækur

Við ætlum að leggja áherslu á að setja utan um allar fjölnota bækur með hreinlæti, endingu og sparnað að leiðarljósi.

Hér fyrir neðan er myndband með aðferð sem er góð, sér í lagi vegna þess að ekkert límband fer á bókina.

Kær kveðja, Vanda Sig.

Skólasetning 22. ágúst

Skólasetning Melaskóla byrjar í skála skólans.

Kl. 9:00 Nemendur í 2. og 3.bekkur

Kl. 10:00 Nemendur í 4. og 5. bekk

Kl. 11:00 Nemendur í 6. og 7.bekk

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 23.ágúst.


Nemendur í 1.bekk verða boðaðir í viðtöl ásamt foreldrum/forráðmönnum sínum dagana 22. og 23.ágúst. Kennarar mæta til starfa þriðjudaginn 15. ágúst og fljótlega eftir það munu nemendur og foreldrar fá nánari tímasetningu á viðtali.

Kennsla hjá þeim hefst samkvæmt stundaskrá, fimmtudaginn 24.ágúst.

Við hlökkum til að sjá ykkur, starfsfólk Melaskóla.