Norræna skólahlaupið

Hlaupið verður á Ægisíðu frá kl. 8.30 - kl. 12.30 nk. fimmtudag 13/9.

Fjör og fróðleikur í fjörunni

  • IMG 0015
  • IMG 0017
  • IMG 0018

Nemendur 6. bekkjar eru þessa dagana að kanna vistkerfi fjörunnar og búsvæði lífvera innan hennar. Stórstraumsfjara á Ægisíðu var könnuð og eftir viku verður farið í fjöruna í Skerjafirði.

Draumafangarar

  • 20180823 093031 HDR
  • 20180823 093037 HDR
  • 20180823 093039 HDR
  • 20180823 093051 HDR
  • 20180823 093108 HDR
  • 20180823 093434 HDR
  • 20180823 094520 HDR

Fyrstu tímar hjá 5.bekk í textilmennt og smíðum voru útikennslu tímar og fóru nemendur og kennarar á leiksvæði við Fornhagi og nutu síðsumarins.  Léku þau sér þar og leituðu af trjágreinum, sem notaðar voru í draumafangara sem þau ófu úr alskonar garni og skreyttu með perlum og fjöðrum.

Viðhorfskönnun foreldra

Viðhorfskönnun foreldra var lögð fyrir í febrúar- og marsmánuði 2018. Framkvæmdin var í höndum skóla- og frístundasviðs. Úrtak sem var tekið úr hverjum skóla endurspeglar fjölda barna í árgangi og kynjadreifingu í skólanum. Aðeins ein könnun var send á hvert heimili og má sjá niðurstöðurnar hér.

Fyrir hverja spurningu er reiknuð einkunn á bilinu 1 til 5 og er hærri einkunn alltaf jákvæðari niðurstaða. Einkunnin er lituð svo auðveldara sé að átta sig á niðurstöðunum í fljótu bragði. Grænn gefur til kynna einkunnina 4 eða hærra, gulur einkunnina 3 til 4 og rauður lægri en 3.

Bakgrunnsbreyturnar eru skólastig og kyn. Til að tryggja að enginn leið sé að rekja svör til einstakra þátttakenda birtast niðurstöðurnar ekki eftir bakgrunnsbreytum ef færri en 5 eru í hópi. Þá er hægt að skoða svör skólans í samanburði við Reykjavík í heild.  Ef músinni er haldið fyrir ofan hverja súlu sést textinn allur, einkunn fyrir skólann og  fyrir Reykjavík í heild.