Skákkennsla

skakÍ byrjun október hefst skákkennsla í skólanum. Kennari verður Björn Þorfinnsson en hann er nú í þessum mánuði að fara að keppa með skáksveit Íslands á Olympíuskákmóti sem fram fer í Serbíu.

Kennt verður í einum árgangi í senn og verður væntanlega byrjað í 3. bekk. Ekki er alveg ljóst hversu marga tíma hver bekkur fær en kennt verður á föstudögum í heimastofu á skólatíma.

Nánar verður sagt frá kennslunni í lok þessa mánaðar.

Námskeið fyrir bekkjarfulltrúa

samfokks_logo

SAMFOK býður að venju upp á námskeið fyrir bekkjarfulltrúa í grunnskólum Reykjavíkur þetta haustið. Á námskeiðunum verða ræddar spurningar eins og: Af hverju ættum við að taka þátt? Hvert er hlutverk bekkjarfulltrúa? Hvernig virkjum við aðra? Þetta eru spurningar sem brenna á flestum þeim sem taka að sér forystuhlutverk í foreldrasamstarfi og verða þær í brennidepli á námskeiðinu.

Námskeiðið stendur yfir eitt kvöld og er boðið upp á þrjá valmöguleika:

Fjöruferð 6. bekkjar

Foreldrar fylgi börnum í skólann

samfokks_logoSAMFOK, samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, hvetur foreldra til að ganga með börnum sínum í skólann fyrstu skóladagana. Þetta á sérstaklega við um yngstu börnin sem eru að hefja skólagöngu sína. Mikilvægt er að sýna þeim heppilegustu leiðina og kenna þeim á nærumhverfi sitt. Gangan er auk þess skemmtileg og hressandi fyrir alla og gefur foreldrum innsýn í heim barnsins og umhverfi skólans.