Umhverfisdagur - 5. bekkur

Leiklistarkennsla

leiklistÍ vetur verður leiklistarkennsla í skólanum í 4.-6. bekk. Það er Velferðarsjóður barna sem býður upp á kennsluna. Hver nemandi í ofangreindum árgöngum fær kennslu hálfsmánaðarlega því bekkir verða "hálfir" í leiklistartímunum. Kennari er Inga Bjarnason leikstjóri.

Kennslan hefst 15. september.

Skákkennsla

skakÍ byrjun október hefst skákkennsla í skólanum. Kennari verður Björn Þorfinnsson en hann er nú í þessum mánuði að fara að keppa með skáksveit Íslands á Olympíuskákmóti sem fram fer í Serbíu.

Kennt verður í einum árgangi í senn og verður væntanlega byrjað í 3. bekk. Ekki er alveg ljóst hversu marga tíma hver bekkur fær en kennt verður á föstudögum í heimastofu á skólatíma.

Nánar verður sagt frá kennslunni í lok þessa mánaðar.