Skák og jól í skókassa í 3.bekk

Skólapúlsinn

header-image01 er verkefni sem Kristján Ketill Stefánsson sérfræðingur í kennslufræði og Almar M. Halldórsson sérfræðingur í rannsóknaraðferðum í félagsvísindum vinna að. Skólapúlsinn er vefkerfi sem miðar að því að veita skólastjórnendum stöðugan aðgang að nýjum upplýsingum sem aflað er mánaðarlega um þætti sem tengjast virkni nemenda og líðan þeirra í skólanum og um skóla- og bekkjaranda.

Mælingar í Vatnsmýri

Vatnsm_4

Nú hafa nemendur í 6. bekk lokið við að mæla gæði vatnsins í tjörnum og lækjum sem eru á Vatnsmýrarsvæðinu. Nemendur mældu uppleyst súrefni, sýrustig, grugg og hitastig. Allir þessir þættir vísa á heilnæmi vatnsins fyrir lífríkið, en verkefninu er ætlað að efla vitund um mikilvægi góðrar umgengni við vatnið, hvað mengi vatnið og hvernig megi draga úr mengun vatns.

Hallærisdagur

Síðasta skóladag fyrir vetrarfrí stóð Nemendaráð fyrir furðufatadegi í skólanum. Nemendur voru hvattir til að mæta í hallærislegum fötum og með sérkennilegar hárgreiðslur. Tilgangurinn var að skapa skemmtilega stemmningu og léttan skólabrag.