Dagur stærðfræðinnar

dagurstaerdÍ ár var dagur stærðfræðinnar föstudagurinn 4. febrúar.

Markmið með degi stærðfræðinnar er tvíþætt.

  • að vekja nemendur og sem flesta aðra til umhugsunar um stærðfræði og hlutverk hennar í samfélaginu
  • að fá nemendur til að koma auga á möguleika stærðfræðinnar og sjá hana í víðara samhengi

staedagur1Þemað í ár var stærðfræði og spil.

Í flestum bekkjardeildum var spilað og mátti sjá ýmsar tegundir af spilum m.a. venjuleg spil, borðspil og spil þar sem notaðir voru vasareiknar. Í öllum tilfellum þurftu nemendur að nota stærðfræði s.s. reikniaðgerðir, líkindareikning og rökhugsun.

Vinsælar flatbökur

pizzudrengir
Eitt vinsælasta verkefnið í heimilisfræðinni er að baka pítsu (flatböku). Hér eru nokkrir drengir í 5. bekk með flatbökurnar sínar.

100 daga hátíð í 1.bekk

Mánudaginn 31. janúar héldu fyrstu bekkingar hátíð vegna 100 daga skólagöngu.
Allir mættu í náttfötum með 100 stykki af einhverju góðgæti sem þau settu á sameiginlegt hlaðborð í tilefni dagsins.
Börnin bjuggu til hálsfestar úr 100 cheeríoshringjum.

Síðan var farið í skrúðgöngu um skólann og endað í íþróttasalnum þar sem Ingibjörg íþróttakennari tók á móti okkur. Þar dönsuðum við og sungum og töldum að sjálfsögðu upp á 100.

Þetta var verulega skemmtilegur dagur.

6. bekkur í náttúrufræði og tónmennt

6natturu2011Undanfarnar 3 vikur hafa nemendur í 6. bekk unnið með hljóð og tóna. Í tónmenntartímum hefur tónfræðiþátturinn verið tekinn fyrir og í náttúrufræði hefur verið unnið út frá eðlisfræðinni. 6natturu2011aNemendur gerðu ýmsar tilraunir sem útskýra hugtök eðlisfræðinnar (hljóðbylgjur, tíðni, orka o.s.frv.) og bjuggu síðan til hljóðfæri með glösum, flöskum og vatni. Þeir settu mismikið vatn í ílátin til að fá tónstigann (C, D, E,… eða Do, Re, Mí, …) og blésu eða slógu í þau. Að lokum fluttu þeir lag fyrir bekkjarfélaga sína.