Fréttir frá 7.bekk

7a2011Eins og fram hefur komið á heimasíðu skólans tóku 7. bekkingar  þátt í stóru verkefni fyrir skemmstu, uppsetningu á jólaleikriti skólans „Ævintýrahestinum“.  Persónur Astrid Lindgren s.s. Emil í Kattholti, Lína langsokkur, Ronja ræningjadóttir og Snúður öðluðust líf á sviðinu.  Allir nemendur í árganginum tóku þátt og völdu sér verkefni eftir áhugasviði.  Leikarar, hljómsveit og leikmynda- og búningahönnuðir mynduðu einn frábæran hóp.  Þessi skipting var þvert á bekki líkt og er í hringekjutímum á föstudögum.  Þá eru nemendur í 6 hópum: Dans, skák, á bókasafni, í spilum, útivist og tónmennt.  7b2011Í spilahópnum eru kennd undirstöðuatriði í félagsvist og fleiri spilum, á bókasafni er upplestur æfður og skapandi skrif og útivistarhópurinn fer í ýmsa útileiki. 
Í tónmennt er mynduð hljómsveit sem æfir 2 lög á skólahljóðfærin auk hljóðfæra sem nemendur koma með að heiman. Hljómsveitin spilar svo lögin undir fjöldasöng 7. bekkinga.
  Í skákhópnum eru kennd undirstöðuatriði skákíþróttarinnar og danshópurinn æfir ákveðna dansa.  Fjórða hvern föstudag eru sýnd atriði úr flestum hópum á sal.  Eins og sjá má er nóg að gera hjá 7. bekkingum og gleði ríkir í hópnum.    

Flökkusýning í skálanum

flokkusyning2Í skálanum í Melaskóla stendur yfir flökkusýning frá listasafni Reykjavíkur sem ber nafnið Náttúrusýnir listamanna/Sitt sýnist hverjum.... 
Listaverkin fjalla um náttúruna og mismunandi sýn myndlistamanna á viðfangsefnið. Um málverk, ljósmyndir, teikningar og skjáverk er að ræða sem bjóða upp á marga möguleika í samþættingu myndmenntar og náttúrufræði.

Nýtt leiktæki

kastaliMikil ánægja er með nýja leiktækið á skólalóðinni og komast færri að en vilja.
Nýi kastalinn okkar kemur frá Krumma en allar vörur frá þeim eru hannaðar með öryggi og gæði að leiðarljósi þar sem leikur barnsins er í forgrunni og eru allar vottaðar samkvæmt evrópskum öryggisstaðli (EN 1176) fyrir leiktæki.

Gleðilegt nýtt ár

photoGleðilegt ár kæru foreldrar og takk fyrir samstarfið á liðnu ári.

Það er virkilega gaman að sjá hversu glöð og ánægð börnin koma í skólann á nýju ári og vonandi á þeim eftir að líða sem allra best hér hjá okkur.

Kær kveðja,
Björn, skólastjóri