Vinsælar flatbökur

pizzudrengir
Eitt vinsælasta verkefnið í heimilisfræðinni er að baka pítsu (flatböku). Hér eru nokkrir drengir í 5. bekk með flatbökurnar sínar.

100 daga hátíð í 1.bekk

Mánudaginn 31. janúar héldu fyrstu bekkingar hátíð vegna 100 daga skólagöngu.
Allir mættu í náttfötum með 100 stykki af einhverju góðgæti sem þau settu á sameiginlegt hlaðborð í tilefni dagsins.
Börnin bjuggu til hálsfestar úr 100 cheeríoshringjum.

Síðan var farið í skrúðgöngu um skólann og endað í íþróttasalnum þar sem Ingibjörg íþróttakennari tók á móti okkur. Þar dönsuðum við og sungum og töldum að sjálfsögðu upp á 100.

Þetta var verulega skemmtilegur dagur.

6. bekkur í náttúrufræði og tónmennt

6natturu2011Undanfarnar 3 vikur hafa nemendur í 6. bekk unnið með hljóð og tóna. Í tónmenntartímum hefur tónfræðiþátturinn verið tekinn fyrir og í náttúrufræði hefur verið unnið út frá eðlisfræðinni. 6natturu2011aNemendur gerðu ýmsar tilraunir sem útskýra hugtök eðlisfræðinnar (hljóðbylgjur, tíðni, orka o.s.frv.) og bjuggu síðan til hljóðfæri með glösum, flöskum og vatni. Þeir settu mismikið vatn í ílátin til að fá tónstigann (C, D, E,… eða Do, Re, Mí, …) og blésu eða slógu í þau. Að lokum fluttu þeir lag fyrir bekkjarfélaga sína.

Fréttir frá 7.bekk

7a2011Eins og fram hefur komið á heimasíðu skólans tóku 7. bekkingar  þátt í stóru verkefni fyrir skemmstu, uppsetningu á jólaleikriti skólans „Ævintýrahestinum“.  Persónur Astrid Lindgren s.s. Emil í Kattholti, Lína langsokkur, Ronja ræningjadóttir og Snúður öðluðust líf á sviðinu.  Allir nemendur í árganginum tóku þátt og völdu sér verkefni eftir áhugasviði.  Leikarar, hljómsveit og leikmynda- og búningahönnuðir mynduðu einn frábæran hóp.  Þessi skipting var þvert á bekki líkt og er í hringekjutímum á föstudögum.  Þá eru nemendur í 6 hópum: Dans, skák, á bókasafni, í spilum, útivist og tónmennt.  7b2011Í spilahópnum eru kennd undirstöðuatriði í félagsvist og fleiri spilum, á bókasafni er upplestur æfður og skapandi skrif og útivistarhópurinn fer í ýmsa útileiki. 
Í tónmennt er mynduð hljómsveit sem æfir 2 lög á skólahljóðfærin auk hljóðfæra sem nemendur koma með að heiman. Hljómsveitin spilar svo lögin undir fjöldasöng 7. bekkinga.
  Í skákhópnum eru kennd undirstöðuatriði skákíþróttarinnar og danshópurinn æfir ákveðna dansa.  Fjórða hvern föstudag eru sýnd atriði úr flestum hópum á sal.  Eins og sjá má er nóg að gera hjá 7. bekkingum og gleði ríkir í hópnum.