Upplestarkeppnin - úrslit á þriðjudag

lestrarkeppni

Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk fór fram á degi ljóðsins, þann 21. mars í sal skólans. Ásta Sigríður Arnardóttir, Dagur Logi Jónsson og Sigurður Ingvarsson munu keppa fyrir hönd Melaskóla í Ráðhúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 29. mars

Melapósturinn kemur út í fyrsta sinn

forsidaNemendaráð Melaskóla réðst í það verkefni að gefa út skólablað og hefur það nú litið dagsins ljós í fyrsta sinn. Blaðið hefur hlotið heitið Melapósturinn og var ákveðið að gefa það út á pdf-formi á heimasíðu skólans. Þá verður hægt að skoða blaðið á bókasafni skólans. Hægt er að nálgast blaðið hér.

Öskudagsmyndir 1.bekkur

Ótrúleg tilþrif

Sjá fleiri öskudagsmyndir

Á öskudaginn var mikið fjör hjá 5. og 6. bekkjum. Nemendur mættu í skólann í skrautlegum öskudagsbúningum og marserað var um ganga. Að marseringu lokinni tók við limbókeppni og er óhætt að segja að þar hafi margir sýnt gríðarleg tilþrif. Einnig var spurningakeppni milli árganganna. Í henni réðust úrslitin ekki fyrr en í bráðabana.