6. bekkur á ferð og flugi

6. bekkingar taka nú þátt í alþjóðlegum mælingum á gæðum vatns og á dögunum voru þeir við mælingar í Vatnsmýrinni. Á afmælisdegi skólans buðu þeir foreldrum í heimsókn og kynntu þeim verkefni sín um fjöruna.

Haustlitaferð 4.B

 4.bekkur B fór í grenndarskóg Melaskóla sem er í kirkjugarðinum við Suðurgötu eða Hólavallagarði í tengslum við myndlist. Þóra Lovísa myndmenntakennari og Eva umsjónarkennari voru með í för. Börnin skoðuðu trjátegundir, tíndu lauf og virtu fyrir sér haustlitina fallegu.

Melaskóli 64 ára

Grunnskólamót í knattspyrnu

kisiDrengir í 7. bekk tóku þátt í grunnskólamóti KRR í knattspyrnu á dögunum. Melaskóli sendi fjölmennan hóp til keppni og stóðu strákarnir sig mjög vel á mótinu. Þeir unnu alla leikina í riðlinum sínum og komust áfram í úrslitariðil. Þar tókst þeim þó ekki að komast áfram og enduðu því í 3. - 6. sæti á mótinu. Sannarlega frábær árangur hjá drengjunum.