Öskudagur

3c_oskudagur

Mikil gleði á öskudegi í 3.C

Grenndarskógurinn okkar

tre1

 

Útikennsla hefur verið vaxandi þáttur í starfi Melaskóla þar sem kennarar nota nánasta umhverfi skólans, þar á meðal   Hólavallagarð sem er grenndarskógur Melaskóla. Útikennsla býður uppá mikla samþættingu námsgreina og hjálpar til við að virkja og lífga bókstafinn við innan hverrar námsgreinar. “...athafnir úti og inni eru í meira samhengi, því nemendur læra um raunveruleikann í raunveruleikanum, þ.e. um náttúruna í náttúrunni, um samfélagið í samfélaginu og um sitt nánasta umhverfi í sínu nánasta umhverfi.”

 jon1Hólavallagarður er óvenjulegur grenndarskógur sem bíður uppá óvenjulega möguleika. Þarna var fyrst grafið árið 1838 og hvílir þar nú margt merkis fólk s.s. Jón Sigurðsson forseti, Kjarval og Muggur o.fl. o.fl.         Legsteinar í Hólavallagarði eru fjölbreyttir og oft afar athyglisverðir t.d.  Á legsteini Muggs er mósaíkmynd eftir Elof Risebye og svo er að finna margar fallegar lágmyndir eftir Albert Thorvaldsen.

Samsöngur á bolludag

samsongur_mars2011

Viðhorf foreldra til heimasíðu

web_linksÁ foreldradögum 2. og 3. febrúar var í gangi könnun á viðhorfi foreldra til heimasíðu Melaskóla. Í stuttu máli eru foreldrar almennt mjög jákvæðir og  telja að heimasíðan þjóni tilgangi sínum þ.e. sem upplýsingavefur um skólastarfið. Við höfum verið að fjölga fréttum talsvert og birt sýnishorn af því góða starfi sem á sér stað hér innanhúss. Með þessu móti viljum við að foreldrar hafi enn frekari upplýsingar um nám barna sinna. Foreldrar fara oftar inn á Mentor en heimasíðuna og má þá benda á, að það er krækja inn á Mentor á heimasíðu skólans ofarlega til hægri. Þar fyrir neðan er smell inn á starfsáætlun Melaskóla sem er arftaki árbókar sem gefin var út hér á árum áður.

Heildarniðurstöður könnunarinnar eru hér.