Tré í fóstri

Reynir í vetrarfrakkaEitt af verkefnum nemenda 2. bekkjar er að taka tré í fóstur og gæta að því yfir heilt skólaár. Í skólabyrjun fóru börnin út í skólaskóg Melaskóla, Gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu, og hver bekkur valdi sitt tré. Þá var enn sumar og trén í fullum blóma. Síðar fóru börnin og skoðuðu haustið í allri sinni dýrð. Undanfarna daga hefur gefist gullið tækifæri til að skoða skóginn  í vetrarbúningi. Þetta tækifæri höfum við nýtt því ekki er á vísan að róa með snjóinn hér á suðvesturhorninu.

4. bekkur á bókasafni

bokasfn_4bekkurÍ vetur hafa nemendur í fjórða bekk fengið eina fasta kennslustund á viku á bókasafni skólans. Þessi kennslustund hefur verið notuð til að efla lestur barnanna og eins til umræðna um bækur og kynningar á höfundum.

Fyrir jól var lesin framhaldssagan Lyklabarn eftir Andrés Indriðason og fylgdu lestri hennar oft mjög skemmtilegar umræður. Þá voru einnig unnin verkefni í íslensku sem eiga að efla orðaskilning barnanna.

Strax eftir jól kynntu börnin þær bækur sem þau höfðu lesið um jólin og sögðu frá þeim í stuttu máli. Tekin var mynd af hverju barni með sína bók og voru þær hengdar upp á bókasafninu.

Nú stendur yfir svokallaður lestrarsprettur, sem við köllum Lesum saman fimmtán mínútur á dag. Verkefni þetta er unnið í samvinnu  umsjónarkennara, skólasafnskennara og heimila.

Almenn brot í 4. bekk

Lýsing á kennsluháttum í stærðfræði

Stefna Melaskóla í stærðfræðikennslu er byggð á skilningi barna. Þessi kennsluaðferð, sem er kölluð SKSB á íslensku, byggist á áratuga rannsóknum fræðimanna við háskólann í Madison í Wisconsinfylki í Bandaríkjunum. Rannsóknirnar beinast í fyrsta lagi að því hvernig börn læra og þróa sínar eigin aðferðir í stærðfræði þannig að þau skilji hvað þau eru að gera. Hvert barn gengur í gegnum þrjú stig við lausnir stærðfræðiþrauta. Á fyrsta stigi býr barnið til hlutrænt líkan af þrautalausn sinni, á öðru stigi telur það ýmist upp frá tölu eða niður og á þriðja stigi notar það staðreyndir sem það þekkir s.s. 7 + 7 = 14 og þá er 700 + 700 = 1400 o.s.frv. Í öðru lagi beinast rannsóknirnar að kennurum og þróun kennsluaðferða þeirra samkvæmt SKSB.

Dagur stærðfræðinnar

dagurstaerdÍ ár var dagur stærðfræðinnar föstudagurinn 4. febrúar.

Markmið með degi stærðfræðinnar er tvíþætt.

  • að vekja nemendur og sem flesta aðra til umhugsunar um stærðfræði og hlutverk hennar í samfélaginu
  • að fá nemendur til að koma auga á möguleika stærðfræðinnar og sjá hana í víðara samhengi

staedagur1Þemað í ár var stærðfræði og spil.

Í flestum bekkjardeildum var spilað og mátti sjá ýmsar tegundir af spilum m.a. venjuleg spil, borðspil og spil þar sem notaðir voru vasareiknar. Í öllum tilfellum þurftu nemendur að nota stærðfræði s.s. reikniaðgerðir, líkindareikning og rökhugsun.