Sigraði í Stóru upplestrarkeppninni

lestur1 Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk fór fram í Ráðhúsinu í gær. Þrír fulltrúar frá Melaskóla ásamt tíu fulltrúum skóla í Vesturbæ og Miðbæ fluttu áheyrendum brot úr skáldsögu og ljóð. Lesarar frá Melaskóla, Ásta Sigríður Arnardóttir, Dagur Logi Jónsson og Sigurður Ingvarsson stóðu sig með stakri prýði. melabandidMelabandið, sem skipað er sex nemendum úr 5.-7. bekk, setti fjörlegan blæ á hátíðina með skemmtilegri tónlist en sveitinni er stjórnað af Darren Stonham. Þegar dómnefnd hafði lokið störfum var tilkynnt að Sigurður Ingvarsson nemandi í 7. C hefði hlotið 1. sæti.

Við erum að vonum ánægð og óskum Sigurði hjartanlega til hamingju með sigurinn í Stóru upplestrarkeppninni í 7. bekk 2010-2011.

Afgangar

leifar__vigtSíðustu vikur hafa nemendur 2. bekkjar verið að skoða hve mikið af hádegismatnum fer til spillis. Í stað þess að henda leifunum beint í ruslið hafa þau safnað þeim saman í skál og vigtað þær. Með hjálp kennarans hafa þau síðan reiknað út meðaltal þess magns sem hvert og eitt fleygir.

Verkefnið hvetur börnin til hugleiða neysluna í samfélaginu og hvað þau sjálf geta gert til að stemma stigu við sóun verðmæta. Áhrifin eru greinileg. Þær vikur sem vigtin er í notkun lækkar talan með hverjum degi. Í einum bekknum var eingöngu örfáum hrísgrjónum fleygt á heilli viku. Það er ljóst að nemendur 2. bekkja  hafa metnað til að standa sig vel á öllum sviðum.

Upplestarkeppnin - úrslit á þriðjudag

lestrarkeppni

Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk fór fram á degi ljóðsins, þann 21. mars í sal skólans. Ásta Sigríður Arnardóttir, Dagur Logi Jónsson og Sigurður Ingvarsson munu keppa fyrir hönd Melaskóla í Ráðhúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 29. mars